Færsluflokkur: Bloggar
27.3.2007 | 21:23
Eftirtekt
Hafið þið tekið eftir því að það er fullt af hlutum sem við veltum aldrei fyrir okkur og þannig lagað tökum ekki eftir? Síðan gerist það að maður fer að hafa áhuga á hlutnum þá tekur maður miklu meira eftir honum. Ok. dæmi: Húsgagnaauglýsingar, Innlit-Útlit, Fasteignarauglýsingar, ákveðnar bílategundir o.s.frv. o.s.frv. Ef maður er ekki í svona pælingum þá spáir maður ekkert í þessu en ef mann vantar t.d. hús þá er þarna heill heimur með fullt af auglýsingum um hús, opin hús, heilt fasteignarsjónvarp og ég veit ekki hvað og hvað.
Æji, er að glápa á Innlit-útlit. Þáttur sem ég hafði engan áhuga á fyrir svona hálfu ári síðan en núna laumast maður til að kíkja. Svo er líka aldrei að vita að maður lendi á klassískum þætti hjá þeim þar sem Ásgeir Kolbeins ælir yfir hlutina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 23:16
"Legally" flutt
Það kom að því. Í kvöld var loksins látið vera að því að græja pottinn. Þvílíkt gott veður (loksins) svo eftir smá hlaupatúr var látið renna í pottinn. Þvílík snilld, það kom svona í fyrsta skiptið svona ahhh já nú erum við bara flutt inn þetta er komið. Vantar reyndar ennþá smá dót en þetta er allt að koma. Lét t.d. byrja að smíða fyrir okkur skáp í annað herbergið í dag og fékk lánaðan borðstofustól til að bera við borðstofuborðið.
Í góða veðrinu í pottinum var logn, hagél, rigning og svo stjörnubjart. Allt á c.a. einum klukkutíma!
Páskarnir verða svo rólegir hjá okkur. Tvær fermingar (í rauninni 3 þar sem við förum í two for one fermingu hjá tvíburafrænkum mínum) og bara afslöppun. Fer reyndar í skottúr til Hollands milli fermina þ.e. út á mánudaginn og heim á miðvikudaginn, fermingarnar á sunnudaginn og skírdag. Matur hjá ömmu og afa á föstudaginn langa og svo var Sigga systir að ýja að því að hún ætti kalkún í frystinum... Verðum að vinna upp fjölskylduselskapinn eftir jólin í Hong Kong...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2007 | 13:25
Fyrsti göngutúrinn - árás á Birtu!
Jæja, í fyrsta sinn í rúma heila viku var hægt að fara úr út húsi sökum veðurs. Einfaldlega verið brjálað veður síðan við fluttum á laugardeginum fyrir rúmri viku síðan. Og ekki var nú veðrið neitt gott núna en slapp, grenjandi rigning. Var nokkuð lóðrétt núna svo það slapp.
Fórum niður að Ástjörn ég og Birta, skemmtileg leið. Hittum nokkra ferfætlinga sem Birtu þykir nú ekki leiðinlegt að lykta af... Þó var einn dalmatíuhundur sem var hrikalega spenntur að hitta birtu, urraði eitthvað og svo þegar eigandinn leyfði hundinum að koma upp að Birtu þá beit hann í hana! Já, þvílíkt illa upp alinn hundur. Greinilega aldrei umgengist aðra hunda. Birta vissi ekki hvað á hana stóð veðrið og setti sig í vígastellingar með tilheyrandi Colgate brosi og urri... Ég fór nú bara með hana í burtu og hún var sátt við það. Eins gott maður skelli ekki myndinni 1001 dalmatíuhundur í nýja flotta Sony Bravia LCD sjónvarpið okkar, Birta fengi martraðir.
Helgin var nú bara róleg hjá okkur, slakað á. Á föstudaginn keyptum við okkur sjónvarp og gláptum svo á það um kvöldið. Laugardagurinn fór í að stilla upp ljósum og rúnt í húsgagnabúðir og IKEA. Erum að leita okkur að borðstofustólum og gardínum.
Fengum svo Erlu Björk og Grétar í heimsókn og spiluðum Trivial um kvöldið, ekki orð um úrslitin!
Jæja, best að fara að slípa aðeins gólfið á þvottahúsinu og klára að mála það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2007 | 09:42
Tímaþjófur
Já hvað haldið þið að það taki langan tíma að setja saman svona sjónvarpsborð?
Einhver?
Jú, við vorum í rúma 3 klst að setja það saman. Verð að taka það fram að við gerðum það nákvæmlega eftir bókinni, engin mistök.
En þetta er alveg magnað borð svo það var nú þess virði að eyða heilu kvöldi í að setja það saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007 | 12:19
Klikkun!
Jæja þá erum við komin inn í nýja húsið sem er allt ný málað og búin að skila af okkur Háaberginu.
Þetta var nú algjör klikkun að ætla að fá húsið afhent á fimmtudegi, mála það allt og flytja inn um hádegi á laugardegi... En með hjálp frábærrar fjölskyldu og vina þá tókst þetta
Á tímabili voru átta manns að mála nýja húsið. Telst til að við höfum verið 34 hendur að græja þetta (17 manns). Sem dæmi: Þegar 10 manns voru að bera út í bíl á Háaberginu þá voru 6 manns að græja síðustu málningardropana uppi á Þrastarári, rífandi af límbönd og skúrandi gólf.
Takk takk takk.
Guð hvað við er nú svo uppgefin eftir þessa helgi. En nú eru bara skemmtilegir hlutir eftir þ.e. taka upp úr kössum, hengja upp ljós, setja saman borð, taka niður hlið o.s.frv. o.s.frv.
Okkur líður voðalega vel í nýja húsinu og sofum mjög vel.
Þeir sem hafa ekki séð slotið endilega að kíkja í heimsókn sem fyrst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007 | 09:20
Komin með lyklavöldin
Fengum húsið afhent seint í gærkvöldi, flest var nú bara eins og okkur rámaði í í fyrstu og einu skoðun okkar
Eftir að hafa beðið eftir seljandanum að rumpa ótrúlega miklu drasli út úr bílskúrnum gátum við loksins opnað eina bublí og skálað.
Voðalega skrítin tilfynning að vera komin með þetta í hendurnar, óneytanlega svolítið frábrugðið því að horfa bara á skjöl og tölur. Við sem ætluðum að fara að huga að húsakaupum á árinu og taka átti páskana í að græja upp íbúðina okkar...
Nú verður bara tekið á því, unnið á fullu í að mála fram að flutningnum á laugardaginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 12:45
Snilldar heimasíður.
Lénin koma oft svolítið skringilega út... Verð að deila þessu með ykkur.
1. A site called 'Who represents' where you can find the name of the agent that represents a celebrity. Their domain name... wait for it... is
http://www.whorepresents.com/
2. Experts Exchange, a knowledge base where programmers can exchange advice and views at:
http://www.expertsexchange.com/
3. Looking for a pen? Look no further than
Pen Island.
http://www.penisland.net/
4. Need a therapist? Try Therapist Finder at
http://www.therapistfinder.com/.
5. Then of course, there's the Italian Power Generator company:
http://www.powergenitalia.com/
6. And now, we have the Mole Station Native Nursery, based in
New South Wales:
http://www.molestationnursery.com/
7. If you're looking for computer software, there's always
http://www.ipanywhere.com/
8. Then, of course, there's these brainless art designers, and their wacky web site:
http://www.speedofart.com/
9. Want to holiday in
Lake Tahoe? Try their brochure web site at
http://www.gotahoe.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2007 | 17:54
Pakka pakka, kaupa kaupa...
Nú gengur allt út að að koma sér út úr gamla húsnæðinu og kaupa það sem okkur vantar í nýja húsið.
Eyddi öllum gærdeginum í að pakka í kassa. Gengur bara vel hjá okkur að pakka, er svolítið einfaldara heldur en að vera að pakka búslóðinni í gám sem siglir yfir versta hafsvæði í heimi. Erum nánast að vera búin að setja allt í kassa sem á að fara í kassa.
Ætluðum svo að vera rosalega dugleg í dag að pakka en ákváðum frekar að misbjóða kreditkortinu mínu. Kíktum í Öndvegi og keyptum borðstofuborð og skenk... Sáum bara það sem við höfum verið að leita að og gátum ekki sleppt þessu. Nú vantar okkur stóla við borðið en getum með glöðu geði sleppt því að drösla dótinu sem við eigum í dag uppeftir. Kíktum svo í IKEA á leiðinni heim og keyptum ljós í eldhúsið og skrifborðsstól.
Það eru nokkrir hlutir sem okkur vantar og við erum bara í gírnum við að kýla á hlutina.
Vantar eldhúsborð og stóla, borð fyrir framan sjónvarpið og sjónvarpsskáp, borðstofustóla, gardínur og trúlega einhver fleiri ljós. Já og svo náttúrulega bílskúrshurðaopnara... Ég reyni alltaf að færa hann ofar á forgangslistann en á í smá deilu við yfirvaldið um það.
Flutningur verður síðan á laugardaginn kl. 14:00. Öll hjálp verður vel þegin, hint hint... Bjór og pottur í boði fyrir hjálpina!
Ohh, hvað það verður þægilegt að vera búin að þessu öllu...
Bloggar | Breytt 12.3.2007 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.3.2007 | 10:42
Skemmtileg myndbönd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 00:05
Grenjað á grjésunni - nei fyrirgefið þið X factor heitir það
Sáuð þið táraflóðið áðan? Jedúddamía. Alan datt út og þá opnuðust flóðgáttir. Byrjaði á Einari Bárða, svo kom kveðjumyndbandið og þá fór allt í rugl. Þegar skipt var yfir í myndverið eftir myndbandið þá var Halla Vilhjálms hágrenjandi með maskarann í rugli. Einar með tárin lafandi niður á kynnar og Palli skælandi. Halla náði ekki að tala fyrir gráti en náði að segja einhverjar setningar og ætlaði að byðja Einar um komment en hann gat ekkert sagt fyrir gráti!
Síðan endaði þátturinn á að allir fóru að hugga hvern annan...
Alan stóð sig annars vel en þegar þurfti að velja á milli hans og stuðdrottinganna úr Hveragerði þá var þetta auðvelt val fyrir Ellý.
Skil ekki að puttalingurinn hún Inga skuli ennþá fljóta áfram, hún á bara ekki heima í þessari keppni.
Jæja, John Travolta að byrja í sjónvarpinu.
Góða helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)