Færsluflokkur: Bloggar

Beethoven og Wagner

Já skelltum okkur á Melabandið í kvöld. FL Group bauð okkur og við að sjálfsögðu þáðum með þökkum. Mörgæsirnar spiluðu bara þrælvel nema flauturnar sem notuðu þyndina ekki nægilega vel og lágu í sumum nótunum svo bar á. Lilli "litli" Passsikivi sönkonan frá Finnlandi sló alveg í gegn, með alveg magnaða rödd.

Mæli með því að fólk skrái sig á póstlistann inn á www.sinfonia.is. Það er í gangi svona dæmi "frítt á fyrstu tónleikana". Þeir eru búnir að bjóða okkur áður en þá komumst við ekki og báðum þá um að láta bjóða okkur aftur seinna.

Svo skemmtilega vill til að ég og Helga eigum trúlofunarafmæli í gær og í dag Woundering. Já við tróðum upp hringunum 29 febrúar 2004. Fengum okkur því smá kampavín í hléinu og skáluðum.

Getum nú haldið almennilega upp á afmælið á næsta ári því þá er hlaup ár og við verðum eins árs... Það er eins gott við munum eftir deginum Frown

Helgin mun að mestu fara í að græja árshátíð konunar. Við strákarnir ætlum að reyna að skemmta stúlkunum með mat og drykk. Þær eru svo vanar að stjórna öllu þannig að við höfum gaman af því að "pína" þær svolítið með því að halda dagskránni leyndri. Þær eru að fara á límingunum, greyin.

Minni á leikinn á laugardaginn, Liverpool vs Man Utd.

Góðar stundir.

 

 

 


Jónína Ben lætur Guðfinnu Bjarnadóttur heyra það...

Voruð þið búin að sjá þetta nýjasta blogg hennar? Verð að leyfa ykkur að sjá því mér skilst að hún hafi póstað svona reiðipistlum áður en svo tekið þá út þegar "rennur af" henni reiðin. Ef mig minnir rétt þá vildi Jónína reyna að ná frama í Sjálfstæðisflokkinum, það verður ekkert úr því úr þessu sem betur fer.

Hef nú aldrei heyrt neinn tala illa um hana Guðfinnu. Má til með að benda á að mamma hennar og mamma mín eru vinkonur, Guðfinna er nefnilega úr þeim merka bæ Keflavík!

Kíkið á þetta:

 

Hun er seld!! Gudfinna Bjarnadottir.

Gudfinna Bjarnadottir fyrverandi rektor og nuverndi framtidar radherra Sjalfstaedisflokksins man ekkert. !!! \

Eg atti ekki til eitt einasta ord yfir framburdi konunnar!!

Hun var aum. Seld og til konum til olmussar og litilmattar. Eg hef reyndar alltaf vorkennt henni vegna thess hvad hun er aum. En samt sterk an thess ad hafa nokur vold eins og t. d. kona eins og Inga Jona.

Gudfinna rektor man ekki neitt! 

hgsa ser aulahattinn man ekkert.!!!

 

 Svo kys thessi kona konur i stjorn en thorir ekki ad standa uppi sem truverdug,!!!

Nema ad Bausmenn sogdu ad hun vaari ekki til neins svo audveld

Gud hvad thad thad  var aulavert.!!

Hun er til solu af Bjarna 'Armannssyni og hefur gleymt ollu.

Nefnilega thvi ad hun var i stjorn Baugs thegar menn voru i folum ut um allt.!!

.Aum su sal!!

 

Thad er ahyggjuefni!!

Er thetta thad  thad folk sem vid viljum ad stjornin land og thjod........ Gudfinna er i  theim armi Sjalfstaedisflokksins sem eg vil ekki i  politik.Hun hefur ekki bein i nefinu til thess ad standa sterk!! Hun er veik og til solu haestbjodanda.!!!


 


Nudd

Fór í nudd í hádeginu. Erum með nuddherbergi og fáum nuddara 3X í viku til að nudda okkur.

Mikið rosalega er þetta vont Crying Að maður skuli borga manneskju fyrir að pína sig er náttúrlega bara crazy. 

Ég er með voðalega mikið af hnútum sem nuddarinn hamast á allan tímann. Benti mér reyndar á að teygja vel eftir æfingar, hef ekki verið duglegur í því. Spurði hana hvort það væri ekki voða gott að fara í heitan pott á eftir og viti menn það er rosalega gott Smile Ég býð því spenntur eftir að flytja í nýja húsið til að geta skellt mér í pottinn strax eftir æfingar. Þá ætti nuddið að vera bærilegra eða óþarft...

Nýtt BootCamp námskeið byrjar síðan á eftir, verður síðasta námskeiðið fyrir sumarið.

 


What!!!

Still Dead, Huh??? Go Figure...  

 

What? 

"Mass suicides...Cows going over the edge...tonight on Channel 3 News..."

 

Good Job!! 

 

Load 'em up with burritos, Mom!! 

 

I'm Confused... 

 

How the hell can I write if I'm ILLITERATE!!!!  

I can't even comment on this one

 

Beautiful, lush lawns of dirt... 

 

Speling iz knot imprtunt fir astranawts 

 

Make up your mind!!! 

 

 Don't drink and make signs

 


Rotterdam - Hafnarfjörður...

Fenguð þið ekki póst frá vildarklúbbnum um helgina? Hálfvirði á punktaferðum til Amsterdam...

Ohh, okkur langar svo til Rotterdam í smá nostalgíu frí. En nú erum við búin að kaupa okkur hús svo við ætlum að pína okkur og ekki bóka ferð út. Veitir víst ekki af að spara og kaupa frekar málningu, bílskúrshurðaopnara, sófa, eldhúsborð, sláttuvél o.s.frv. o.s.frv.

Við óskum þeim er panta þetta tilboð á morgun og hinn annars góðrar ferðar. Við verðum bara í pottinum meðan þið verðið erlendis.

Ég ætla nú að reyna að kippa Helgu með þegar ég fer í viðskiptaferð til Rotterdam einhvern tímann í vor í staðinn, reyna að bóka fundi í kringum helgi svo við getum leikið okkur svolítið á gömlum heimaslóðum.

Jóhanna datt verðskuldað út úr X factor á föstudaginn, fannst nú skrítið að Gís skyldi aftur vera í neðstu tveimur. Næst á Inga að detta út, svo Gylfi, svo Alan, svo Gís og að endingu vinnur Hara. Þær eru ekki bestu söngkonurnar en djö. hvað þær eru skemmtilegar.

Annars var gærdagurinn bara nokkuð busy. BootCamp um morguninn, smá vinna um hádegið, tónleikar í eftirmiðdaginn í Keflavík og endað í þrítugsafmæli um kvöldið. Ég er alltaf svo dannaður svo ég var á bíl í gærkvöldi, skemmti mér nú samt alveg ágætlega. Fengum alveg geggjaðan mat og góður félagsskapur.

Fórum í "power walk" með Birtu í dag inn í Reykjavík. Rosalega flott veður er við fórum úr Firðinum en skítkalt og rok í bænum. Fórum samt í langan göngutúr og hlóðum batteríin, voðalega afslappandi.

Ætla ekki að ræða mál málanna þ.e. klámráðstefnu- og nafnlausa bréfs málin. Segi bara að ef þetta eru vandamál íslensku þjóðarinnar í dag þá erum við í mjög góðum málum og þurfum ekki að kvarta undan neinu.

 

 

 


Hundur í óskilum

Skelltum okkur í gærkvöldi á Hund í óskilum á Duomo. Þessir gæjar eru algjörir snillingar.

Duomo er flottur staður til að halda svona tónleika á. Er svið, dansgólf og síðan slatti af borðum. Ábyggilega mjög fínt að fara á ball þarna og dansa. Staðnum er skipt upp í veitingarsal (mjög góður matur þar!) og síðan skemmtistað, kemur vel út.

Ef þið sjáið auglýsta tónleika með Hund í óskilum þá endilega skellið ykkur, þetta er eins og hið besta uppistand.

Bara að minna á, Gettu betur byrjar í kvöld í sjónvarpinu... Svo kíkir maður á gaularana í X factor, skandall að Siggi skildi detta út í síðustu viku. Mér finnst að það vanti nú almennilega talenta í X factorinn, fólk eins og Inga, Jóhanna og Gylfi eiga bara ekki heima í sjónvarpinu. Svo horfir maður á American Idol, váá þvílíkt lið þar á ferð.

Á morgun fer ég í BootCamp próf þar sem námskeiðið er byrjaði í janúar er að klárast núna. Það er mjög gott að sjá hvernig til hefur tekist eftir hvert námskeið, vona að maður hafi nú náð að bæta sig eitthvað. Býst nú reyndar ekki við neinum miklu núna þar sem mataræðið hefur ekkert verið tekið fyrir og einn og einn bjór fengið að renna niður... Byrja síðan strax á næsta námskeiði í næstu viku, ágætt að taka eitt námskeið sem verður þá fram á vorið.

 Annað kvöld skellum við okkur síðan í þrítugsafmæli hjá henni Erlu Björk.

 Góða helgi.


Við unnum! Eiður tapaði...

Fékk mér einn kaldan Carlsberg og það virkaði svona líka vel Cool

lgsp0333


Body piercing

Hef aldrei verið neitt hrifinn af þessari áráttu fólks. Í þessu viðhengi má sjá nokkur dæmi um body piercing, eruð þið ekki sammála mér?

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Eurovision!

Var úti í Viðey og missti af keppninni á laugardaginn. Taldi nú að þetta yrði barátta milli Eika og Heiðu. Kom mér svolítið á óvart að Heiða skyldi ekki ná inn á topp 3.

Er bara mjög sáttur við Eirík Hauksson, finnst þetta lag bara nokkuð gott. Svo kann kappinn náttúrulega öll trixin og ætti ekki að verða okkur til skammar... Þurfum að vinna okkur til baka nokkur stig frá því í fyrra! Sá hann í Kastljósinu í gær, maðurinn kemur einkar vel fyrir og er skemmtilegur.

Nú er bara spurningin hvort Eiki fái nokkuð að taka þátt í spekingaþættinum um Eurovision. Það væri nú synd ef hann væri búin að útiloka þáttöku í honum, veit ekki um nokkurn Íslending sem gæti tekið sæti hans þar. Þessir þættir eru alveg frábærir, tala nú ekki um að þeir menn eru látnir tala aulahrollsmál (skandinavísku). Gerir þetta svo nett hallærislegt, en skemmtilegt í senn.

 Áfram Ísland!

 


Yfirþyngd

Þetta myndband er alveg magnað.

Fara engar viðvörunar bjöllur í gang einhver staðar á leiðinni hjá svona fólki?

 http://www.metacafe.com/watch/99065/800_lb_man/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband