Færsluflokkur: Bloggar
21.4.2007 | 23:19
Golden að fara á kostum
Skemmtilegt myndband:
http://www.youtube.com/watch?v=a8f9ru0i7uc
Mæli með því að fólk fari inn á Youtube og leiti eftir "just for laughts gags". Þetta eru myndbrot með falinni myndavél, oft sýnt um borð í Icelandair vélum.
Hér eru nokkur sem eru algjört æði:
http://www.youtube.com/watch?v=-muP8iP_F6U
http://www.youtube.com/watch?v=Z8LXBQpbrkY
http://www.youtube.com/watch?v=jQR_cyey_ok
http://www.youtube.com/watch?v=TEU3p0n9rZk
http://www.youtube.com/watch?v=5bDTLRYbNnk
http://www.youtube.com/watch?v=x_WA940mSAM
http://www.youtube.com/watch?v=tSr-lVGPos0
http://www.youtube.com/watch?v=ZllBHYhJCrY
http://www.youtube.com/watch?v=OwruVwjuYso
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2007 | 21:38
Fótbolti
Ótrúlegt hvað atvinnumenn geta verið óheppnir, skemmtilegt vídeó hér á ferð:
http://www.stupidexe.com/files/top_10_hopeless_misses.php
Fengum fyrri sendinguna af gardínunum er við keyptum í Álnabæ afhentar í dag. Eyddum því góðum hluta dagsins í að bora, kemur mjög vel út. Fengum screen og myrkvunargardínurnar afhentar í dag, nokkrir dagar í rimlagluggatjöldin á neðri hæðina. Restin af deginum fór í að þrífa, tekur ansi mikið meiri tíma en að þrífa Háabergið...
Planið er að henda upp skáp í annað herbergið á neðri hæðinni á morgun, þá er kreditlistinn fyrir helgina bara alveg ágætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 10:30
Ruslakistan Hafnarfjörður...
Segi svona. En ég bara spyr, af hverju er verið að draga Wilson Muga til Hafnarfjarðar?
Kom meira að segja í ljós að það lekur ennþá úr honum olía, lak talsvert þegar hann var dreginn á flot.
Ég hefði skilið þetta ef skipið hefði verið tekið strax upp í flotkví í Hafnarfirði... Nú lekur það bara í Hafnarfjarðarhöfn og allir rosalega glaðir með að búið sé að leysa þetta Wilson Muga mál.
Er ekki alveg að ná þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 14:45
Het Kanon frá Grolsch
Héldum smá matarboð í gær, pítsuveisla. Notuðum tvo pítsuofna og gerðum þessar líka góðu pítsur.
Átti nokkra ískalda Grolsch Kanon bjóra í ísskápnum er ég, Grétar og tengdapabbi fengum okkur. Djö er þessi bjór góður, ekki skemmir nú heldur fyrir að hann er 11,6 %!
Nú á ég bara einn bjór eftir af six pakknum er ég tók með er ég skaust til Hollands fyrr í mánuðinum. Keypti reyndar í þeirri ferð alveg uppáhaldsbjórinn minn, Palm Special, belgískur alveg framúrskarandi bjór. Því miður eru hvorki Palm né fallbyssubjórinn minn (Kanon) ekki til á Íslandi, verð ég því að burðast með þennan bjór með mér á ferðalögum frá Hollandi.
Potturinn stóð fyrir sínu og hélt il á gestunum alveg þangað til allt í einu fór að renna í hann ískalt vatn sem voru víst skilaboð um að ég og Grétar ættum að koma okkur uppúr...
Þessi helgi er nú alveg örstutt þar sem ég var að vinna allan daginn í gær, héldum bílstjóraráðstefnu fyrir bílstjóra á Reykjavíkur og vestfjarðarsvæðinu. Fer síðan til Akureyrar 5 maí er við höldum seinni ráðstefnuna.
Var líka haglél hjá ykkur áðan? Ætlar veturinn ekkert að gefast upp?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2007 | 12:56
Tónlist um helgina
Skemmtinefndin í vinnunni hefur tekið upp á því að tilkynna reglulega um það sem er að gerast.
Gef ykkur hér smá upplýsingar um dagskrá helgarinnar.
Ég og Helga ætlum nú að taka því rólega samt... Allir velkomnir í heimsókn.
Góða helgi!
Föstudax... 13.04.2007
Nasa - Peter, Bjorn & John
Café Victor - Gunni Óla & Sjonni
Glaumbar - Dj Buddy
Deco - Einar Ágúst & Júlli
Café París - Dj Börkur
Hressó - Flat Five / Dj Jón Gestur
Pravda - Dj Áki Pain
Prikið - Friskó / Gísli Galdur
Café Óliver - Dj JBK
Hverfisbarinn - Dj Jay Ó
Vegamót - Dj Anna Rakel & Hjalti
Players - Hunang
Yello Keflavík - Dj Atli
Laugardax... 14.04.2007
Nasa - Paparnir
Café Victor - Dj Þröstur 3000
Glaumbar - Dj Buddy
Café París - Dj Lucky
Hressó - Menn ársins / Dj Jón Gestur
Pravda - Dj Áki Pain / Dj Maggi Flass
Domo - Dj Kári
Prikið - Dj Dv / Maggi Legó
Café Óliver - Dj Daði & Addi Trommari
Hverfisbarinn - Dj Tempo
Vegamót - Dj Jói
Barinn - Dj Jonfri & Mr. Cuellar
Players - Sigga & Grétar
Yello Keflavík - Dj Atli & Dj Joey D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 23:04
Skemmtilegur hrekkur
Ég hef alltaf lúmskt gaman af hrekkjum og falinni myndavél.
Kíkið á þennan, hann er nett geggjaður svo ekki sé meira sagt...
http://www.youtube.com/watch?v=GWM-xcXSVbg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 16:06
Vetur - já burt með þig... Nú vil ég gott veður
Held að veðurguðirnir viti ekki alveg hvað þeir eiga að gera þessa dagana. Getum við ekki fengið eitthvað af þessu "global warming"? Maður hefði kannski átt að skella álverinu í bakgarðinn og láta dæla heitri menguninni yfir húsið
Eftir mikla snjókomu í dag er nú komin sól og blíða svo þetta er allt að koma. Fá svona c.a. 15°C í plús og þá er ég sáttur.
Eftir mikið át undanfarið og litla líkamsrækt skellti ég mér í hádeginu í dag í líkamsræktarsalinn og tók aðeins á því. Í stað svita kom hreint súkkulaði með smá rjómasósu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 11:32
Gleðilega páska!
Úff hvað maður er búin að vera duglegur að raða í sig sætindum og veislumáltíðum.
Fórum í fermingarveislu á sunnudaginn hjá frænkum mínum, Aðalheiði og Gunnhildi, í Keflavík. Á mánudeginum fór ég til Rotterdam og var fram á miðvikudagskvöld, ekki beint hollustufæði sem maður var á úti... Síðan fermdist hann Alexander frændi hennar Helgu á fimmtudaginn, afgangar úr veislunni um kvöldið + pottur og spil. Í gær fórum við svo í brunch í Hveragerði til tengdó, já þau eru í útilegu og búin að vera þar síðan á mánudaginn. Fengum Tóta og Evu og börn í heimsókn í eftirmiðdaginn og um kvöldið var svo veisla hjá ömmu og afa hennar Helgu. Enduðum svo á tónleikum í Hallgrímskirkju þar sem frumflutt var Hallgrímspassía eftir Sigga frænda með bróður hans í aðalhlutverki. Sem sagt búið að vera þó nokkuð mikið að gera í selskapsmálum, við náum því að bæta aðeins upp fjölskyldutengslin eftir jólaferðina. Ætlum að taka því rólega í dag (laugardag), versla inn fyrir matarveisluna er við ætlum að halda á morgun fyrir Helgu family og kaffiveisluna annan í páskum fyrir fjölskylduna mína.
Svo verð ég að fara að hengja upp myndir og reyna að finna út úr því hvernig ég á að tengja ljóskastarana 4 í sjónvarpsholinu. Það eru svona 30 rafmagnssnúrur í hverju tengiboxi, allt samtengt og voða flott. Þetta er ekkert mál með + - og jörð en 27 snúrur í viðbót við það er of mikið fyrir mig...
Rafgeymirinn í bílnum mínum er trúlega búin að syngja sitt síðasta, gaf upp öndina er ég ætlaði að fara í ferminguna á skírdag, tók því létt "powerwalk" í staðinn. Best að kíkja í Bílanaust í dag og sjá hvort þeir séu ekki tilbúnir að taka við fullt af peningum af mér.
Allavega, ef ég hitti ykkur ekki um páskana þá óska ég ykkur gleðilegra páska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 07:10
Spennandi.
Rosalega voru þetta spennandi kosningar í Hafnarfirði á laugardaginn..., úff... En þetta hafðist nú hjá okkur.
Fór aðeins að velta fyrir mér áhrium blogs. Var nefnilega einu sinni að spá í ákveðnu starfi hjá ÍSAL. Ætli ÍSAL flokki núna umsækjendur um störf eftir því hvort fólk var með eða á móti stækkun? Gaman að spá í því. Kosningin var samt, að mínu mati, alls ekki um hvort fólk væri með eða á móti álverinu. Mér finnst t.d. ÍSAL vera fyrirmyndarfyrirtæki og vera til sóma. En að það þrefaldi "mengunar" starfsemi sína er annað mál.
Jæja, er uppi í Flugstöð núna að fá mér flatköku með hangikjöti og einn öl. Er á leið til Rotterdam í gegnum Köben. Verð ekki kominn fyrr en seint í dag. Það er svolítið leiðinlegt þar sem það er spáð sól og blíðu og 17°C hita í Rotterdam í dag... Kannski maður geti aðeins náð að setjast út á kaffihús í dag og notið blíðunar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.3.2007 | 18:39
Álver álver og aftur álver.
Var að keyra heim í gær í æðislegu veðri. Útsýnið var stórglæsilegt þangað til ég leit að álverinu, stór mengunarský voru þar fyrir ofan.
Þetta er að verða meiri vitleysan í kringum þessar kosningar.
Alcan notar "blackmail" aðferðir og boðar eftirfarandi:
- Við segjum upp starfsfólkinu ef ekki er samþykkt stækkunin (já þeir hóta að fara og segja því upp fólkinu).
- Við ætlum ekki að borga fyrir að setja rafmagnslínurnar niður í jörðina nema Hafnfirðingar samþykki stækkunina.
- Hafnirðingar græða fullt af peningum (nefnd hefur verið talan 125.000 kr á ári á fjölskyldu!)
Þessi hræðslu áróður virðist vera að virka á ansi marga.
Ég segi á móti.
- Ef þeir fara þá er talað um eftir 30-50 ár. Það tekur því varla að ræða það, hvaða fyrirtæki annað getur lofað því að vera áfram í starfsemi eftir 30-50 ár?
- "Blackmail". Eigum ekki að samþykkja svona afarkosti?
- Samkvæmt hálffimm fréttum Kaupþings í fyrra dag er talað um að ef stækkunin verði samþykkt þá haldist hátt verðbólgustig í landinu næstu árin. Hvað þýðir það fyrir fjölskyldu með 20 milljón króna verðtryggt húsnæðislán? Jú, segjum 2% hærri verðbólgu vegna þessa þá gera það 400.000 kr hækkun á láninu fyrsta árið! Ef aftur 2% hærri þá bætast aðrar 440.000 kr við lánið! Og eiga nokkrar fjölskyldur í Hafnarfirði að fá 125.000 kr en allar fjölskyldur í landinu(þ.á.m. í Hafnarfirði) þurfa að sætta sig við að lánin þeirra hækka margfalt meira en það sem nokkrar fjölskyldur í Hafnarfirði fá í hinn vasann?
- Nokkur hundruð þúsund tonn af meiri mengun á ári... segir allt sem segja þarf.
- Sjónmengun, ennþá hefur ekkert verið kynnt sem gefur til kynna að verksmiðjan verði falin með fallegum hætti...
- Landsvæðið er eða getur orðið eitt það vermætasta byggingarland á höfuðborgarsvæðinu.
- Ekkert atvinnuleysi er á höfuðborgarsvæðinu svo flytja verður inn vinnuafl fyrir þessi nýju störf.
- Stærð álversins í Straumsvík er að meðalstærð álvera Alcan og skilar bullandi hagnaði, engin með viti myndi ekki halda áfram að reka það miðað við núverandi aðstæður.
Ég held ég segi NEI á laugardaginn... Ef upp kemur mikil kreppa á Íslandi og fjöldi manna verður atvinnulaus og við lepjum dauðan úr skel þá skal ég alveg endurskoða þessa afstöðu. En núna segi ég bara Nei takk, kannski seinna.
Heimild: Hálffimm fréttir Kaupþings 26.3.2007:
"...Ef stækkunin verður samþykkt má búast við áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan framkvæmdunum stendur. ..."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)