Færsluflokkur: Bloggar

"Fart control"

Já, við skelltum nú uppúr þegar við sáum skilti með þessu á hér í Danmörku.

Er ekki hægt að finna eitthvað annað danskt orð yfir hraðamælingu?

 Gaman að þessu LoL

Jæja, nú er maður á leiðinni heim. Komin á Kastrup í góðu yfirlæti í lounge-inu. Ohh, hvað það verður gott að koma heim. Hundleiðinlegt að vera í svona löngum vinnuferðum þar sem er unnið út í eitt og engin tími til að gera neitt skemmtilegt.

 


Stuð í Aarhus á föstudagskvöldi...

Já er bara í vinnunni ennþá og klukkan orðin hálf eitt á föstudagskvöldi... Erum að vinna að innleiðingu á nýju tölvukerfi og þá taka hlutirnir aðeins lengri tíma en vanalega. Ætluðum að skella okkur í Tivoli í kvöld og aðeins að slaka á eftir annasama viku, gekk ekki upp.

Ég ætla svo að sofa út á morgun þar sem ég á ekki flug fyrr en með kvöldvélinni á morgun Grin

Annars er búið að vera fínt veður þegar ég hef skroppið í hádegismat, borðað úti í blíðunni. Engin bylur hér!

 

Góða helgi!

 


Versti bjór í heimi!

Já, það verður bara að segjast eins og er. Við þrír félagarnir vorum allir að kúgast yfir þessum bjór.

Vorum staddir í Kristjaníu í kvöld (ekkert óvart, okkur langaði bara að sjá út á hvað öll þessi læti ganga) og fengum okkur bjór. Ég ætlaði að bjóða upp á round af Carlsberg en hann var búin. Hvað sá ég? Jú, Hamp beer W00t Spurði nú afgreiðsludömuna hvort þessi bjór væri nú nokkuð með eitthvað ólöglegt í sér en því var harðneitað. Keypti round af hálfslítra bjór af krana.

Ískaldur var hann borin á borð í góða veðrinu utandyra í kvöld. Síðan kom bragðið Sick 

Þetta var í fyrsta sinn sem ég leyfi ísköldum bjór keyptum á veitingastað, þvílíkur viðbjóður. Það var eins og bætt hafi verið við ammóníaki og sígarettustubbum í bjórinn...

Ég hélt ég væri veraldarvanur varðandi bjór og gæti nú torgað flestum tegundum, þessi tegund gekk algjörlega fram af mér.

Allavega, ekki kaupa hamp beer í Kristjaníu. Kaupið ykkur bara Carlsberg eða Tuborg.

Skál frá Köben!


Útlendingar

Var að fletta blöðunum í fyrradag. Þar kom fram að 25% þeirra sem teknir eru ölvaðir undir stýri á Íslandi eru útlendingar. Þetta væri alvarlegt vandamál og þyrfti að fara að þýða reglur og aðra upplýsingagjöf á erlend tungumál svo þetta myndi stoppa...Woundering

Í örðu blaði sama dag var frétt um að það væri algjör sprenging í því að verið væri að stunda ólöglegar veiðar í Elliðaám. Nú þyrftu veiðiverðir að stórauka gæsluna og eyða í þetta miklum tíma og peningum. Tekið var fram að fyrir svona tveimur árum hefðu þetta mestmegnis verið krakkar og unglingar en í dag væru þetta erlendir karlar...

Væntanlega þarf að fara að þýða yfir á ensku,pólsku,kínverku, lettnesku, rússnesku,portúgölsku o.s.frv. setninguna "bannað að stela" Errm

Æi, ég bara held við þurfum aðeins að hugsa okkar gagn varðandi alla þessa útlendinga. Flestir koma þeir hér, vinna undir markaðslaunum, látnir hanga saman í rándýru iðnaðarhúsnæði svo við getum haldið áfram að byggja upp hagvöxtin.

Svo eru allir hissa á því að við þurfum að fást við vandamál sem hafa ekki verið hér á landi. Þetta bara einfaldlega fylgir og ekki hægt að krefjast þess að við fáum bara hingað til lands fyrirmyndarborgara í skítavinnu fyrir skítakaup Angry

Þessar tvær fréttir þennan dag voru akkúrat þannig að menn eru voðalega hissa.

Er þetta ekki það sem Frjálslyndiflokkurinn var að reyna að benda á en var fyrir vikið sakaður um rasisma? Mótrökin, að mínu mati, voru "höfum allt opið upp, tökum svo bara á vandamálunum í framtíðinni og verum hissa þegar þau koma upp í núinu"

Mér finnst alltaf betra að reyna að fyrirbyggja vandamálin heldur en taka á þeim þegar þau koma upp. Maður sá þetta svo greinilega í Hollandi við að búa þar. Þeir höfðu haft allt galopið og brátt verður Holland orðið lítið útibú frá Tyrklandi, eitthvað sem Hollendingar eru ekki par hrifnir af. Þegar menn reyndu að mótmæla þá voru aðalmótmælendurnir drepnir þ.e. þeim Pim Fortuin og Theo Van Gogh...


Hamingjan! Í hverju eru hún fólgin?

Hvernig gera á konu hamingjusama?

Það er ekki erfitt, að gera konu hamingjusama, þú þarft bara að vera:

1. vinur

2. félagi

3. ástmaður

4. bróðir

5. faðir

6. húsbóndi

7. yfirmaður

8. rafvirki

9. trésmiður

10. pípari

11. handlaginn

12. skreytimeistari

13. stílisti

14. sérfræðingur í kynlífi

15. mannþekkjari

16. sálfræðingur

17. hagfræðingur

18. reiknimeistari

19. góður huggari

20. góður hlustandi

21. skipuleggjari

22. góður faðir

23. snyrtilegur

24. samúðarfullur

25. sportlegur

26. hlýr

27. skemmtilegur

28. aðlaðandi

29. snillingur

30. fyndinn

31. hugmyndaríkur

32. mjúkur

33. sterkur

34. skilningsgóður

35. þokkafullur

36. prúður

37. metnaðarfullur

38. hæfileikaríkur

39. þolgóður

40. skynsamur

41. trúr

42. ábyggilegur

43. ástríðufullur

...........og gleymir aldrei að:

44. gefa henni gjafir reglulega

45. fara með henni að versla

46. vera heiðarlegur

47. vera örlátur

48. að stressa hanna ekki

49. horfa ekki á aðrar konur

og um leið þá verðurðu líka að:

50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um Sjálfan þig

51. gefa henni allan tíma sem hún þarf

52. gefa henni mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer.

Það er mjög áríðandi:

53. að gleyma aldrei:

1. afmælisdögum

2. brúðkaupsdögum

3. plönum sem hún hefur ákveðið

TIL AÐ GERA KARLMANN HAMINGJUSAMANN?

1. Gefa honum að borða

2. Sjá til að hann fái það reglulega

3. og þegja svo....


Kláði...

Helga að reyna að æsa mann upp í að fara á North Sea Jazz festivalið í Rotterdam núna í sumar, www.northseajazz.com. Við fórum þrisvar sinnum á þessa hátíð þegar við bjuggum í Hollandi og skemmtum okkur alveg konunglega. Í ár verða alveg mega atriði, Wynton Marsalis meðal annars.

Ég reyni að vera á bremsunni þar sem við þurfum að borga rúmar tíu millur í síðustu greiðslu af húsinu í júlí. Fáum svo síðustu greiðsluna af Háaberginu ekki fyrr en í október... Verðum því á yfirdráttartímabili og ég get ekki réttlætt að fara í aðra skemmtiferð í sumar (förum til Spánar í tvær vikur núna í júní), sorrý Helga mín Crying Ef ég fer til Rotterdam á vegum fyrirtækisins á þessum tíma þá skellum við okkur saman... Svo væri heldur ekki leiðinlegt að vera í Rotterdam á afmælinu mínu (28 júlí) þá þá er carnivalið í Rotterdam. Næst stærsta carnival í heiminum á eftir Rio, borgin er gjörsamlega að springa af salsa gleði og vanalega er 30°C hiti og sól í þokkabót.

Haldið þið að Eiríkur komist upp úr forkeppninni? Æji, er orðin ónæmur fyrir ofurjákvæðum spám svona rétt fyrir keppni. Við eigum alltaf að vera örugg upp úr forkeppninni en fáum varla atkvæði frá nokkurri þjóð. En það væri nú æðislegt ef hann kæmist áfram og við hefðum eitthvað af viti til að fylgjast með í laugardagskeppninni. Verðum með opið hús svo allir eru velkomnir, byob (Helga notar þetta, þýðir bring your own boose).

Svo eru það kosningarnar. Ég er ekkert að fara að breyta um skoðun svona rétt fyrir kosningar en hef nú gaman að fylgjast með umræðunum. Svona tilfinning að maður vilji að vera viss og þurfi alltaf að sannfæra sjálfan sig um að maður ætli að velja rétt. Fram að þessu hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum með mína menn... Flott þessi smörkípa á Ómar greyið, búið að kæra hann fyrir lagningu ólöglegra flugbrauta á friðlýstum svæðum LoL Svona er týkin hún póli. Hann verður alltaf svo æstur í viðtölum, þyrfti kannski að taka ...og svínið segir hoh hoh hoho hoh... svona inn á milli til að fá smá útrás. Svo er það hann Jón Sig, úff... Kannski fyrir 10-15 árum hefði frasa pólitíkin virkað en nú eru breyttir tímar, held Siv hefði nú fiskað meira en hann.

Vinnan er með vissuferð á föstudaginn og það verður country þema, great! Vitum ekkert hvað á að gera en ég geri allavega ráð fyrir því að það verði veitt vel af áfengi eins og fyrridaginn. Þetta eru því massa kvöld framundan, fim,fös og laugardagskvöld alveg plönuð. Ég sem ætlaði að fara að kaupa bílskúrshurðaopnara og reyna að átta mig á því hvernig ég set hann upp... Mamma og pabbi voru svo æðisleg að gefa okkur svona græju í innflutningsgjöf! Hann rauk því upp í fyrsta sæti á óskalistanum Halo

Jæja, Oprah er að byrja... haha...

 


Áfengi og bílar

Er að flétta í gegnum blöðin. Í Fréttablaðinu er frétt um að Alcoa á Reyðarfirði sé að spyrja umsækjendur um vinnu um viðkvæmar upplýsingar um. Meðal annars er spurt um heilsufarssögu umsækjenda og fjölskyldu hans. Þetta er til skoðunar hjá Persónuvernd.

Mér finnst reyndar fyndnasta spurningin vera þessi: Undir liðnum áfengisnotkun eru umsækjendur spurðir hvort þeim hafi "liðið illa eða verið með samviskubit vegna notkunar áfengis eða vímuefna".

Það mætti halda að sá sem samdi þessi spurningu væri ekki Íslendingur, ef hann væri Íslendingur þá hefði hann aldrei allavega drukkið eins og meirihluti þjóðarinnar. Hver kannast ekki við að hafa vaknað eftir góða drykkju LIÐIÐ ILLA og ákveðið að drekka aldrei aftur (SAMVISKUBIT)... Æi , finnst þetta bara svolítið fyndið. Ég held ég yrði að svara þessari spurningu játandi, þýddi lítið fyrir mig að sækja um vinnu hjá Alcoa Blush

Sáuð þið fréttina í gær um nýja Landcruiser 200 bílinn sem kemur á markað um næstu áramót. Nú þegar eru 250 manns búnir að tryggja sér eintak. Það er ekki einu sinni kominn verðmiði á bílinn en menn staðfesta að það verður yfir 10 milljónum per stk... Rosaleg velmegun er á Íslandi í dag, ég hlakka til að komast í þennan hóp Errm. Spurning um að fara að sækja um vinnu í einhverjum bankanum, það virðist vera besta leiðin að milljón plús á mánuði...

Las greinina hans Andra Snæ í Morgunblaðinu í dag. Hef nú ekki verið mjög að velta fyrir mér hans skrifum, t.d. ekki ennþá lesið Draumalandið. Er alveg sammála honum í þessari grein. Sérstaklega punktinum að menn tíma ekki að eyða 3 milljörðum í lagningu nýs sæstrengs meðan hent er 10 milljörðum í Héðinsfjarðargöng. Forgangsröðunin er ekki að efla upplýsingatæknina og veita fyrirtækjum á því sviði brautargöngu, verðum víst að treysta áfram á rotturnar á Írlandi að þær bíti nú ekki aftur í sæstrengin okkar LoL.

Helga er að spila á tónleikum kl. 16:00 í dag í Langholtskirkju, skilst að það sé orðið uppselt svo ég verð að reyna að hringja í Edda vin (sem er að syngja) og athuga hvort hann geti reddað mér miða. Helga er í vinnunni við að spila og fær því engan miða fyrir mig... 


1 maí

Til hamingju með "frí" daginn!

Voðalega ljúft að fá frí í dag, tók því varla að mæta einn dag til vinnu í gær og svo strax aftur í frí.

Ég var reyndar að vinna á laugardaginn, fór á Akureyri í blíðuna þar sem við héldum bílstjóraráðstefnu. Söfnuðum saman fullt af trukkabílstjórum og áttum góðan dag. Enduðum svo í "vísindaferð" og þá var í raun ekki aftur snúið. Þar sem það var alveg geggjað veður þá var öllum boðið í pallapartý hjá einum starfsmanni. Við að sunnan fórum fyrst í smá grill og borðuðum úti.

Já, sumarið er greinilega komið á Akureyri. Get nú ekki sagt að mig hafi langað út í skrúðgöngu í dag, allt og mikill vindur. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur fyrir sunnan.

Tökum því bara rólega í dag fram að stórleiknum í meistaradeildinni. Æfði mig á píanóið í fyrsta sinn í langan tíma, var komin tími til að ryfja upp gamla takta.

 

 


Er Birta kannski bara rolla???

Þetta er nú frétt dagsins, tekin af visi.is... Góða helgi! 
 
Vísir, 27. apr. 2007 10:32

Roksala á hundum í sauðagæru

Allt að tvöþúsund vel snyrt og tilklippt lömb voru seld sem púðluhundar í Japan. Netfyrirtækið "Púðlar sem gæludýr" flutti inn fjölda lamba frá Ástralíu og Nýja-sjálandi og markaðssettir sem lúxusgæludýr. Þetta kemur fram á vefsíðunni metro.co.uk

Ekki komst upp um svindlið fyrr en Maiko Kawakami, japönsk leikkona, sýndi mynd af "hundinum" sínum í spjallþætti og kvartaði undan því að hann gelti ekki og fúlsaði við hundamat.

Hundruðir óviljandi sauðfjáreigenda höfðu í kjölfarið samband við lögregluna og telur lögreglan að allt að tvöþúsund manns hafi verið plötuð. "Því miður höldum við að fleira en eitt fyrirtæki hafi stundað þetta" sagði talsmaður lögreglunnar.

"Hundarnir" voru seldið á um áttatíu þúsund krónur, eða helming þess sem ekta hundur kostar. Púðluhundar eru sjaldgæfir í Japan fáir vita hvernig þeir líta út.

Framsókn í stuði rétt fyrir kosningar

Það er eins og fólkið í þessum flokki sé haldið sjálfseyðingarhvöt. Þessar fréttir í dag eru kannski ekkert nýtt fyrir flokkinn en þær hljóta að koma sér illa svona nokkrum mínútum fyrir kosningar.

Var ekki hægt að ganga frá samningnum við Pál Magnússon þannig að hann byrjaði bara í sumar, eftir kosningar? Nei, henda út innanhúss manni hjá Landsvirkjun í 12 ár í dag og setja inn flokksgæðing... Jóhannes Geir ætlaði að starfa í ár í viðbót og síðan hætta hjá fyrirtækinu svo menn hefðu nú getað látið hann hætta sáttan með góðan starfslokasamning.

Og Jónína aðeins að aðstoða verðandi tengdadóttur, hana Luciu Celeste Molina Sierra, í að verða íslenskur ríkisborgari...

Úff, það er þokkalega skítalykt af þessu hjá þeim greyjunum... Og ekki eru afsakanirnar trúverðugar.

Held það sem verði mest spennandi við þessar kosningar verði að fylgjast með hversu mikið afhroð framsókn hlýtur...

En eru ekki allir annars búnir að ákveða hvað á að kjósa? Ég ætla bara að kjósa þá sem ég er vanur að kjósa...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband