Færsluflokkur: Bloggar
21.8.2007 | 11:11
Stolltur frændi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 11:09
Ekkert MBA nám...
Já, ég tók þá ákvörðun að fara ekki núna. Var pressa frá vinnunni að seinka aðeins og taka að mér ákveðið verkefni núna á haustmánuðum sem krefst þess að ég verð ansi mikið erlendis.
Átti annars að byrja á morgun, hefði nú verið mjög gaman en það bíður bara betri tíma. Enda er meðalaldurinn í MBA náminu eitthvað um 38 ár svo ég er ekkert að falla á tíma.
Svo sem ágætt að geta klárað að mála í rólegheitunum á næstu vikum, var reyndar mjög duglegur í síðustu viku í sólinni. Þetta er samt heljarinnar vinna og svo er húsið svo helv. hátt á gaflinum, veit ekki alveg hvernig við náum að klára það án þess að vera með stillans.
Rosalega var nú Menningarnóttin vel heppnuð! Þetta var alveg mega gaman, Eyvör og Öndin stóðu uppúr að mínum dómi!
Nú er Helga komin heim af Berjadögum, var að heiman í rúma viku vegna þeirra. Gott að fá kerlinguna aftur í kotið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2007 | 12:55
Maðu skellirr sér á svona þónustu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 12:54
Komin heim í rigninguna!
Æji já það er bara ljúft að það sé rigning. Fengum reyndar vænan skammt af henni í Hollandi en þetta gefur manni afsökun fyrir að þurfa ekki að fara út að mála pallinn
Áttum mjög skemmtilega helgi á North Sea Jazz festivalinu sem var haldið núna í Rotterdam. Margir alveg frábærir listamenn og stemmingin æðisleg. Þess á milli var heilsað upp á gamla vini og drukknir 4 bjórar...
En nú er það bara að fókusa á vinnuna hér heima á næstunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2007 | 23:39
Komin heim í góða veðrið - úr góða veðrinu...
Jæja, komin heim heil á höldnu. Komum rétt eftir miðnætti á fimmtudagskvöldið eftir alveg þrælfína ferð á Benidorm. Var leigður bíll í 3 daga, farið í tívolígarð, 2x í Go-kart, í siglingu, fengið sér vel að borða, 3x bjórar og almenn gleði í frábæru veðri og félagsskap.
Drifum okkur svo út í garðinn okkar á föstudaginn. Slegið, beð tekið í gegn og byrjað að mála pallinn. Vorum ekkert smá dugleg. Ákváðum því á laugardeginum að skella okkur í sveitina til tengdó og Þóru og Núma, þau höfðu komið sér fyrir í Varmalandi í Borgarfirði. Gistum þar síðustu nótt og tókum góðan sólardag í dag, þvílíkt veður.
Meðan við vorum úti fékk ég tilkynningu um að ég hefði komist inn í MBA námið hjá Háskólanum í Reykjavík. Það var gaman að kynnast vinum og ættingjum, við vonandi sjáumst eftir 2 ár . Þetta verður heljarinnar nám í tvo vetur, aðra hvora viku fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í beit. Síðan lærdómur og verkefna vinna inn á milli.
Var að lesa í tímariti viðskipta- og hagfræðinga rétt áður en ég fór út að æðstu stjórendur vilja borga c.a. 100.000 kr meira á mánuði til þeirra er eru með MBA gráðu í stað þeirra "bara" með BS gráðu. Þessi vinna, fyrirhöfn og peningar eiga því að borga sig til lengri tíma litið.
Jæja, smá vinna á morgun og síðan aftur í frí(=út að mála pallinn). Þeir sem eru í fríi, þá bíð ég upp á bjór og málningarsniff þeim er langar að hjálpa til
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 23:47
Spánn - here we come!
Jæja núna verður maður að fara að hætta í vinnunni, fara í háttinn, klára að pakka í fyrramálið, tékka Birtu inn á hótel og svo bara upp á flugvöll. Guð hvað þetta verður nú þægilegt að komast í afslöppunarumhverfi í miklum hita. Spáin er nú bara ansi góð, jú sól og 30°C hiti!
Ég gerði mig að ráðsettum heimilisföður í fyrradag, keypti minn ekki bara þessa líka græju. Jú Briggs & Strattor 4 hestafla sláttuvél með 50 lítra graspoka. Öll smávélaolía uppseld á bensínstöðunum þann daginn svo ég tók ekki í gripinn fyrr en í gær. Eftir talsverða líkamsrækt við að toga í spotta fór ég aðeins að skoða leiðbeiningarnar á tækinu, jú maður þarf víst að setja einhverja hosu upp á kertið og viti menn fór í gang við fyrsta tog. Þetta gat líka ekki átt að vera svona erfitt að setja tækið í gang.
Fórum svo á rúntin með nágrönnunum í gær til að skoða liti á húsið. Þetta er svona 3 á móti einum dæmi, þau á endanum vilja bara hvítt en við hin 3 viljum smá gráan lit á húsið. Ætlum að fara e-h milliveg og þau á endanum ætla að verða sér úti um prufur. Þetta leysist vonandi í júlí og þá er hægt að byrja að mála.
Hafið það gott á skerinu á næstunni, ég skelli í mig einum köldum fyrir ykkur til að kæla mig niður.
Adios, hasta la vista baby.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 16:25
Ættarmót og veikindi
Jæja, nú ætlar familía pabba að halda ættarmót á Húsafelli um helgina. Helgu langaði frekar í 30 afmæli hjá Fjólu vinkonu sinni og gerði allt til að reyna að sleppa. Hún gerðist því veik og er núna á fúkkalyfum veik heima. Held meira að segja að trickið hennar geri það að verkum að hún verði of veik til að geta mætt í afmælið Nei nei, greyið stúlkan er raunverulega veik. Ég ætla að skella mér annaðkvöld með Skúla bró og family. Búin að leigja mér smáhýsi, nenni ekki að fara að taka með 50 kg. af tjaldi og öðrum útilegubúnaði fyrir eina nótt...
Rosalega verður nú ljúft að skella sér síðan upp í flugvél á fimmtudaginn og kveikja á sumrinu.
Fór á fyrsta húsfundinn minn á ævinni í gærkvöldi þar sem ákveðið var að mála húsið í sumar . Við sem vorum svo ánægð að ná loksins að klára að mála Háabergið síðasta sumar. Við erum í góðri þjálfun við að mála hraunað hús. Þessar örfáu helgar er mann langaði að plana í eitthvað fara þá í að mála ef viðrar vel. En það verður skemmtileg breyting á húsinu við að mála svo maður horfir á björtu hliðarnar. Svo þurfum við líka að mála risa pallinn okkar í sumar.
Góða helgi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2007 | 16:57
"Simple life"
Verð nú að viðurkenna að ég myndi nú hafa lúmskt gaman að horfa á raunverulega seríu af "simple life - in prison" með Paris Hilton í aðalhlutverki. Fær ekki stúlkukindin að taka með sér myndatökumann?
En hún þarf að mæta í síðasta lagi á þriðjudaginn í fangelsið, verður aðeins breyting á hennar lífi í þessa 23 daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.6.2007 | 18:52
Á toppinn!
Vorum að ljúka leiðtogaþjálfun æðstu stjórnenda hjá Samskipum. Haldið var á hótel Búðir þar sem haldnir voru fyrirlestrar og borðað en svo kom að aðalatriðinu (í mínum huga allavega) en það féllst í því að fara upp á topp Snæfellsjökuls á vélsleðum. Var alveg geggjað í bílðunni sem var á fimmtudaginn. Eftir mikla skemmtun var haldið niður á sleðunum og þá var tekið á móti okkur með íshlaðborði hlaðið veitingum (humar, risarækjur, sushi, skötuselur, vín, bjór, snafs og sitthvað fleira). Um kvöldið var síðan borðað og gist á Hótel Búðum, aðeins tekið á því fram á nótt.
Fékk þessa mynd senda á föstudaginn:
Tók því bara rólega í gærkvöldi, Helga að skemmta sér. Fórum í Reykjavík í dag og kíktum á furðufiska niður við höfn, skelltum okkur í Hafnarhúsið, Kolaportið og enduðum við Austurvöll í einum köldum. Í kvöld erum við svo að fara í þrítugsafmæli svo kvöldið verður ekki rólegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 09:04
Nokkrar góðar bækur er tekur stuttan tíma að lesa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)