Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2007 | 22:43
Rotterdam kallar enn og aftur
Já, þá er það aftur út í fyrramálið. Ekki beint flug á miðvikudögum svo ég flýg eldsnemma til Oslo og þaðan síðan til Amsterdam. Kynna 2008 áætlunina fyrir RTM á fimmtudaginn og síðan fundastúss á föstudaginn. Eddi vinur ætlar reyndar að hitta mig úti og vera með mér frá fimmtudeginum til sunnudagsins, fínt að fá smá félagsskap og einhvern sem rekur mig út á pöbbinn Komin tími á að fá sér nokkra kalda og reyna að gleyma aðeins vinnunni um stundarsakir. Á laugardagskvöldið fer ég síðan á Holland-Luxemburg í De Kuip í Rotterdam, fæ 3 VIP miða (svona all-inclusive dæmi). Leikurinn byrjar ekki fyrr en hálf níu um kvöldið svo það er fínt að koma sprækur af leiknum beint á djammið með Edda.
Nú er ég nú samt farinn að sjá fyrir endan á þessu mikla Rotterdam stússi mínu, kannski ekki nema 1-2 ferðir fram að jólum eftir. Ekki það ég fíli ekki Rotterdam í ræmur, væri bara miklu skemmtilegra að vera ekki í vinnunni frá morgni langt fram á kvöld og oftast einn. Koma síðan aftur í vinnuna á Íslandi og þá hefur safnast upp hrúga af vinnu og svo vice versa þegar maður fer út þá er búið að safnast upp þar líka. Er alveg til í að fara að skipta yfir í að vera bara í einni vinnu og fókusa bara á hana...
Jæja, best að fara að pakka niður í ferðatösku og knúsa svolítið kerlinguna. Spurning hvort við tökum einn Menuett í double tempo
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2007 | 10:19
Nótnalestur!
Verð að skella þessari mynd inn á bloggið, alveg stórkostleg.
Ekki nema von maður hafi verið lengi í tónlistarnámi
Svo spilum við Helga oft saman á hljóðfærin, "lestur af blaði" er í uppáhaldi hjá okkur...
Nú er ég komin heim á klakann eftir að hafa verið í viku úti í Rotterdam. Fer ekki aftur fyrr en á miðvikudaginn og verð þá fram á sunnudag. Svo er þetta að fara að minnka hjá mér, búið að vera ansi mikið þetta haust. Farin að lenda í miklum vandræðum með tollinn, þ.e. hvað á að kaupa... þá er þetta að verða komið gott!
Afslöppun í kvöld og svo morðkvöld á morgun með tilheyrandi múnderingum og góðum mat.
Góða helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2007 | 16:15
Flakk
Já, maður er búin að vera ansi mikið á flakkinu undanfarið. En það er þá bara ennþá betra að vera heima hjá sér, maður kann að meta það.
Verð heima núna út þessa viku og fer síðan utan á mánudaginn eftir viku og kem á laugardaginn til baka rétt fyrir árshátíðina í vinnunni.
Veit ekki hvort það er rigningin síðustu vikurnar eða hvað en maður er voðalega svona dasaður þessa dagana. Ekki bætir úr að þegar maður er úti þá er líka rigning þar. Nú vil ég fá framhald á veðrinu í gær sem var alveg geggjað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 14:32
Adamn og Eva - taliban style...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 09:34
Flækingur næstu vikurnar
Já, verð eitthvað lítið heimavið. Holland og Danmörk í næstu viku frá mánudegi til laugardags.
Í vikunni á eftir fer ég út á sunnudegi og heim á föstudagskvöldi (já verð sem sagt heima í nokkrar klst. milli ferða). Fer þá til Svíþjóðar, Þýskalands og Bretlands.
Þá er nú vonandi mestu ferðalögin yfirstaðin og ferðir erlendis mest bara til Rotterdam c.a. 1 viku í mánuði.
Mæli með að fólk kíki á Sinfó á morgun, opin dagur og frítt inn á concert er byrjar hálf þrjú. Svo skemmtilega vill til að Helga er að spila með á morgun!
Góða helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 23:15
My-face
Það lítur út fyrir að allir séu komnir inn í facebook dæmið, einhver veröld í gangi þar sem maður kemst ekki inn nema í gegnum klíku...
Ég veit lítið um málið nema það sem ég frétti frá Helgu, hún er alveg húúked í þetta. Ég þarf að kynna mér þetta einhvern daginn. Veit t.d. að það er búið að stofna eitthvað svæði bara um tónleikana sem eru á fimmtudaginn...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2007 | 23:07
Gigg á Gauk
Já, viti menn er að fara að spila á Gauknum á fimmtudagskvöldið. Er einhvers konar blús kvöld þar sem nokkrar hljómsveitir koma fram. Hann Matti vinur minn er með bandið sem samanstendur af 2 trompetum (ég og Freysi), Matta sax, básúnu-, gítar-, bassa-, hljómborðs og trommuleikara + söngvara. Erum með Alexander Aron sem náði heimsfrægð í Idolinu... Þetta er bara hörku band sem vert er að kíkja á.
Erum með Blood Sweat & tears prógram, algjör stuð lög. Frábært að spila þetta, mikið brass í gangi.
Svo eru það bara aftur útlönd hjá mér. Verð í Rotterdam í næstu viku en skrepp líka til Köben og Aarhus á mið-fimmtudag. Í vikunni þar á eftir er ferðinni heitið til Svíþjóðar, Þýskalands og Bretlands...
Allavega, mæli með tónleikum á fimmtudaginn...
p.s. Helga er að fara að spila með Sinfó á laugardaginn! Kynningartónleikar og frítt inn... hint hint..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 11:25
Nýtt starf
Var að taka við starfi sem stjórnandi Íslandsdeildarinnar í Rotterdam sem viðbót við núverandi starf. Haustið verður því litað af Palm drykkju og gömlum osti.
Verð svona c.a. 1 viku í mánuði í Rotterdam vegna þessa. Fer síðan líka á allar aðrar skrifstofur á næstu vikum svo maður á eftir að dæla inn vildarpunktum... Maður gerir það besta úr þessu öllu saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2007 | 16:30
Jimmy Tenor með Samma eða Ljósanótt?
Já, leiðinlegt að geta ekki farið á bæði... Langar rosalega á tónleikana en það er líka hrikalega gaman að vera á Ljósanótt, tala nú ekki um svona Keflavíkur kauða eins og ég er...
Það er því spurning um "family first", á ég að spyrja Dr. Phil að þessu?
Reyndar syrgi ég mest að geta ekki farið á tónleikana hennar Eyvöru og Stórsveitarinnar sem verða á fimmtudaginn. Keypti diskinn um helgina og þetta eru massa útsetningar og Eyvör er einfaldlega snillingur. Er að skreppa til Rotterdam á fimmtudaginn og missi því af tónleikunum, kem reyndar heim aftur á föstudagskvöldið og næ því Ljósanótt (ja eða Jimmy Tenor).
Ætla ekki annars allir á Ljósanótt? Eða Jimmy Tenor?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.8.2007 | 19:54
Aumingja landeigendurnir fyrir Austan
Já, greyjin fá ekki nema vel á annað þúsund milljónir fyrir nýtingarrétt Landsvirkjunar (sem er að mestu í eigu Ríkisins). Þetta eru að vísu ekki nema rétt tæpar 30 milljónir á bónda að meðaltali.
Fyrir hvað? Jú að það minnki væntanlega í ánnum... Mér finnst allavega vanta svolítið í fréttaflutninginn hvað er verið að borga fyrir og hverju eru bændurnir að tapa/fórna.
Sá að einn ungur blaðamaður hefur farið mikið og finnst þetta allt og lágar fjárhæðir. Sá aðili er sagður landeigandi fyrir Austan þó hann hafi bara búið á suðvestur horningu. Æji, mér finnst þetta allt hljóma þannig að græðgishugsjónin sé að verki. Þessi landeigandi hefur greinilega keypt jörð með það fyrir augum að fá síðan fullt af peningum frá ríkinu (í gegnum Landvirkjun) og græða stórfé. Hinir bændurnir er búa þarna eru að fá að meðaltali tæpar 30 milljónir og þurfa ekki að leggja til krónu.
Við erum kannski að verða svo gegnsýrð af öllum þessum milljarða tölum að fólki finnst lítið að fyrirtæki skuli þurfa að borga tæpar tvöþúsund milljónir til bændanna. Fyrir nokkrum árum hefði ekki þurft að ræða þetta, menn hefðu bara notað vatnið og bændurnir ekkert fengið.
Ég gæti nú alveg tekið undir málstað bænda ef um væri að ræða sjálfstætt fyrirtæki sem væri að fara að tappa vatni bændanna á flöskur og fara að græða alveg óhemju á góða vatninu. Finnst reyndar skrítið að einhver geti talist eigandi af náttúrulegu vatni sem rennur á landinu okkar, annað með kannski laxveiðar. Þarf ekki t.d. Vífilfell að borga einhverjum bónda ja eða Reykjavíkurborg milljarða fyrir "nýtingarréttinn" á vatninu?
Allavega, hér vantar meiri upplýsingar í umræðuna og hana nú, sagði hænan og lagðist á bakið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)