Færsluflokkur: Bloggar

Öryggisatriði

Við biðjum farþega að fylgjast vel með er farið verður yfir öryggisatriði flugvélarinnar... svo að lokum viljum við endilega byðja farþega að kanna hvort sætið sé nokkuð laust...

Já þessi frétt um flugferðina hennar Svandísar er alveg hreint ótrúleg. Ég vissi nú að hægt er að taka sætin úr og færa fram og til baka en ég hélt nú að þegar væri búið að setja þau niður þá væru þau í einhverjum sleðum sem kæmu í veg fyrir þetta.

Kannski var þetta morðtilraun við borgarstjóra sem skipti á sæti við Svandísi??? Úúúú... Bandit

Spurning hvort henni hafi verið úthlutað þetta sæti eða hvort um hafi verið að ræða "laust sæti" í vélinni LoL

Komin með hundleið á þessari Davíðssonar frétt sem tröllríður samfélaginu, komið gott takk fyrir.

 

Á morgun verður stofnfundur í smíðafélaginu sem ég og Grétar vinur erum að stofna. Milli smiðshögga ætlum við að taka í spil og gambla einhverjum nöglum í póker. Verður mikið stuð enda um úrvalsmenn að ræða í félaginu.

Á sunnudaginn eru síðan þrjú afmæli hjá okkur hjónumum, reyndar bara tvær veislur.


Yoga og sprunguheimsóknir

Byrjaði á Yoga námskeiði í gær, 5 vikna námskeið sem haldið er hérna í vinnunni. Erum með kennara frá Yoga Shala, þar á meðal Ingibjörgu Stefáns. Þetta var bara alveg þrusufínt, ætla að taka þetta með trukki.

Set hér inn mynd af helstu æfingunum sem ég rúllaði í gegnum í gær FootinMouth

 

yoga

 Svo eftir c.a. 2-3 tíma þá ætla ég að ná þessari æfingu:

Yoga guru

Skelltum okkur í góðan göngutúr í snjónum í gær eftir Gettu Betur. Löbbuðum í hrauninu úti við Vellina í Hafnarfirði. Birta óð upp í eina brekkuna og svo sá ég þegar hún hvarf Frown. Ég labbaði upp á hólinn á eftir henni, kallaði á hana en ekkert gerðist. Þegar ég var komin upp tók ég eftir stórri sprungu í hrauninu, sá bara svart ofan í henni og gerði mér enga grein fyrir dýpt hennar. Sá ég þá ekki í hvítan hund sem var fastur ofan í. Sem betur fer var nú ekki um mjög djúpa sprungu að ræða og náði ég að draga hana upp á ólinni. Eftir þetta héldum við okkur bara við göngustígana Blush

 

 


Nýtt ár

Voðalega var nú jólafríið langa fljótt að líða... En það er svo sem ágætt að byrja aftur á rútínunni, tekur kannski svolítið langan tíma að ná því að sofna á réttum tíma. En nú skal tekið á því og öðrum hlutum. Skella sér svo eitthvað í ræktina, ætlaði að kippa íþróttatöskunni með í vinnuna í morgun en trúlega vantaði eitthvað að snyrtidóti í hana svo ég sleppti því bara að taka hana með Blush. Á morgun segir sá lati svo ég tek bara vel á því á morgun, fer bara út með Birtu í göngutúr á eftir til að laga samviskubitið.

Nú er ég byrjaður í nýju starfi í vinnunni, ber titilinn forstöðumaður erlenda umboða. Aðal áherslan er sem sagt á starfsemina okkar erlendis núna, ber ekki lengur titilinn gæðastjóri. Vitið þið það að það er nefnilega lítið mál að láta öll mál verða "gæða"mál, nefnilega ef eitthvað klikkar þá hafa gæðin ekki verið í lagi... Ekki satt? Errm 

Þrátt fyrir áherslu á erlenda starfsemi þá er ég nú búin að lofa mér því vera ekki nærri því eins mikið í útlöndum og 2007. Frá Apríl á síðasta ári fór ég 11 sinnum út á vegum vinnunar og var í 54 daga. Svo fórum við til Benidorm í tvær vikur og á North Sea Jazz festivalið í Rotterdam þess utan.

Núna er ég ekki með neina ferð planaða alveg á næstunni, bara New York með frúnni um páskana, það verður næs. Ætlum að skella okkur á tónleika, á hestbak í Central Park og eitthvað fleira í þá 7 daga sem við verðum bara í afslöppun.

 

 


Jólafrí

Alveg yndislegt að vera að komast í langt jólafrí, ætla að vera í fríi fram á næsta ár!

Svo má fara að kólna aðeins í veðri og fara að snjóa...

Magnaður úrskurðurinn hjá Samkeppnisstofnun í vikunni og áhugaverð lesning þessar 346 bls. á dóminum. Það er alveg ljóst að menn hinum megin við Klepp voru ekkert að hugsa allt of gott til manns... ja nema kannski Eddi! Ég hafði sérstaklega gaman af því að lesa um mál þar sem ég var persónulega að vinna á sínum tíma og var allt að klárast en þá kom í ljós hagsmunatengls og einkakaupasamningar gagnvart eignarhaldsfélagi og því varð ekkert af viðskiptunum. Var eiginlega búin að gleyma þessu...

Fékk í bakið fyrir nokkrum vikum án þess að átta mig almennilega á því. Hélt að rúmmið okkar væri alveg búið á því þar sem ég fann aldrei fyrir neinu í útlöndum en var alveg að drepast hér heima og náði ekki almennilegum svefni. Eftir c.a. 6,5 klst svefn þá gat ég ekki legið lengur og svo jafnaði þetta sig yfir daginn. Við keyptum því nýtt rosa flott rúm hjá Betra Baki. En bakið lagaðist ekkert, fór reyndar að spá í því að ég svaf nú aldrei lengur en c.a. 6 klst í beit úti svo rúmmið hafði ekki verið aðalmálið... (þar fór hálf milljón í nýtt rúm fyrir lítið, nei nei segi svona nýja rúmmið er mjög flott og fínt og hitt var ábyggilega orðið ónýtt). Hef trúlega fengið einhverja tognun við mikinn burð upp á háaloft í lok október.

Fór svo til læknis sem gaf mér pillur og tilvísun til sjúkraþjálfara. Hélt ég þyrfti nú aldrei að fara til sjúkraþjálfara... En fór í minn annan tíma í dag og er allur miklu betri. Þarf kannski einhverja 1-2 í viðbót til að verða góður. Ég er allt of stirður og þarf því að passa mig á að teygja vel. Skráði mig reyndar á jóga námskeið hér í vinnunni um daginn en náði nú ekki nema 1 tíma af 8... Spurning hvað maður gerir á næsta ári, held nú samt að jóga sé ekki alveg ég.

 

Jæja nóg af blaðri.

 

Gleðilegt jól!


Nú verða sagðar "útlendinga"fréttir

Já, það mætti halda að útlendingar væru búnir að taka yfir Ísland.

Fyrsta og önnur frétt í kvöld um útlendinga.

1. Annar Pólverji til viðbótar í farbanni flýr land og mun aldrei koma til baka til að taka út sýna refsingu, ef hann er sekur. Hann hlýtur nú að vera með eitthvað á samviskunni fyrst hann flýr réttvísina.

2. Lithái greindur með fjólónæma berkla. Hann reyndar greindist 2005 og var í meðferð úti sem var ekki búin en ákvað þó að heimsækja okkar ilhýra þrátt fyrir það. Vonandi að hann hafi ekki náð að smita marga síðan í janúar á þessu ári.

Og þetta var bara í kvöld. Síðustu vikur: Nokkur tilvik um hópnauðganir, litli strákurinn í Keflavík, mikill ölvunarakstur meðal útlendinga, þjófnaðir aukast stórlega í búðum, slagsmál....

Æi, þetta er bara að vera komið gott af svona rumpulýði. Auðvitað eru þetta skemmdu eplin innan um en mér finnst bara hlutfallið af skemmdum eplum vera á því stigi að við eigum ekki lengur að kaupa þessa tegund epla...

Við viljum fjölmenningu, ekki fjölómenningu.

 

Svo er ég bara komin í ágætt jólaskap og farinn að spila pílu á fullu út í bílskúr.

 


Leikhús

Já, það verður leikhúsabragur á þessari viku. Förum á Ladda á fimmtudagskvöldið og Gretti á föstudagskvöldið, Spron er að bjóða okkur. Bað um miða á Ladda og fékk þá eftir talsverða leit í leikhúsinu. Spáði ekkert í því en haldið þið að Helga hafi síðan ekki fundið tvo aðra miða heftaða við Ladda miðana og þeir miðar eru á Gretti kvöldið eftir. Ég fór á Gretti fyrir langalangalöngu í Keflavík þegar Smári frændi lék apann, alveg stórskemmtilegt leikrit allavega í minningunni.

Helga er reyndar að fara á hattakvöld með múttu og mágkonu sinni í kvöld (þá fæ ég að elda mér kjúklingavængi, extra sterka!). Svo á sunnudaginn fer ég í síðustu ferðina mína fyrir jól til Hollands. Kem til baka á laugardeginum. Skelli mér einn dag til Mílanó á fimmtudaginn í næstu viku, vonandi að ég nái að komast í stórmarkaðinn sem er við flugvöllinn til að kaupa eitthvað ítalskt "gourmet" fæði.

Við erum bara komin í þetta feikna jólaskap. Búin að koma upp jólaskrautinu og til að toppa stemminguna keypti ég Húskarlahangikjöt í gær. Þetta hangikjöt er algjör snilld, erum reyndar í basli með að finna því stað til að hanga á yfir jólin. Ætli við verðum samt ekki búin að tálga allt af því fyrir jól, held það. Fyrir þá sem ekki vita þá fást lærin í Fjarðarkaup...

 


Tryggingarstofnun

Úff... Fór að skipta um dekk í hádeginu og langaði síðan í eitthvað gott í gogginn á eftir. Ætlaði nú bara að fara á Svarta Svaninn og fá mér samloku en hann var lokaður. Endaði því inn á tælenskum stað beint á móti Tryggingarstofnun Ríkisins (var nú búin að borga í stöðumælinn fyrir utan Svarta Svaninn svo ég var að nota 50 kallinn minn). Þar var slatti af verkamönnum að fá sér hamborgara og bjór og svo fólk sem var bara að fá sér bjór, það var nú komin mánudagshádegi og því tími á bjór. Allavega, ég fékk mér bara núðlusúpu og vatn (búin að fá nóg bjór um helgina).

Á næsta borði var eldri kona sem hafði verið að koma frá Tryggingarstofnun vegna bréfs sem hún hafði fengið nýverið. Hún var ekki frá Reykjavík og var að hringja í börnin sín (3 símtöl) og talaði ansi hátt, fólk komst ekki hjá því að heyra það sem hún var að segja. Þá var hún búin að fá of mikið af bótum í fortíðinni og þarf að greiða einhvern 500 þús til baka, eitthvað svipað hafði komið fyrir hana 2004 og hún var ekki enn búin að koma sér undan þeim skuldahala. Svo var hún að tala við börnin sín hvort þau yrðu ekki ánægð með að hún keypti rúmföt handa barnabörnunum í jólagjöf, hún hefði verið að spá í einhverju öðru en það var tilboð á einhverjum rúmfötum. Svo bað hún börnin sín um skilning að þau fengju bara gjafakörfur með einhverju litlu þar sem hún á engan pening. Það kom fram fullt af upplýsingum um hvernig þúsundkarlarnir myndu nú varla duga núna fyrir jólunum og bað hún eitt barnið sitt um að skrifa fyrir sig bréf til að lýsa aðstæðum hennar því hugsanlega yrði það tekið til greina vegna þessara endurgreiðslna hjá TR.

Alveg sorglegt, það lá við að ég færi til hennar og byði henni eitthvað. Hún virtist ekki vera að kaupa neitt á staðnum en var nú komin að afgreiðsluborðinu þegar ég fór út.

Maður er einhvernvegin svo langt frá svona fólki að þetta var eins og köld vatnsgusa með dassi af "reality check". Því miður er til allt of mikið af fólki sem varla skrimtir í okkar ríka þjóðfélagi.

Megi þessi kona ná að eiga gleðileg jól.


Allt að 250 fullnægingar á dag!

Kíkið á þetta, alveg magnað.

http://www.newsoftheworld.co.uk/0311_200_orgasms.shtml

Eins gott að þetta gerist ekki fyrir karlmenn... væri erfitt að vera innan um annað fólk...

 

Helgin var alveg rosalega fín. Bara heima í rólegheitunum á föstudaginn, laugardagurinn í að versla (það var nú jú "no shopping day"), afmæli í eftirmiðdaginn og partý um kvöldið í Kef. Ég missti víst af einu SMS og fór því í fíluferð til Kef, náði þó að heilsa aðeins upp á gamla settið. Fór því til baka og átti fínt kvöld með Þóru og Núma. Spiluðum Trivial og svo fengum við gesti upp úr miðnætti, Ingigerður og Sigtryggur, og náðum því í Pictionary. Tókum Actionary pakkann og spiluðum til að verða fimm um nóttina... Sunnudagurinn var bara tekin í rólegheitunum í leiðinda veðrinu, pöntuðum okkur meira að segja Dominos pítsu í morgunmat! n.b. það var ekki morgun þegar við vöknuðum svo það sé á hreinu Smile

Þessi vika verður mikið "wine & dine" vika hjá mér. Fer ábyggilega svona 4 X út að borða... Erum með jólaboðið okkar á Kaffi Reykjavík á föstudaginn og fáum til okkar fullt af erlendum gestum sem þarf að "tríta".


Allir á Gaukinn á fimmtudaginn!

Verður hörkustuð, frítt inn! Endilega að skella sér og fá sér einn kaldainn, þú átt það skilið Whistling

M-bluesproject-1

 

P.s. skelltum okkur á ferð til New York yfir páskana. Vorum eitthvað að skoða á Netinu í gærkvöldi og bara ákváðum að slá til. Verðum í 7 nætur, spurning hvort við förum eitthvað lengra eða verðum allan tímann í New York... Förum út 17 mars og til baka 24 mars! (Helga, nú er í lagi að setja svona upplýsingar á Netið, menn vaða bara beint í fasið á Securitas ef þeim dettur í hug að brjótast inn...)


Allt tekur enda

Já, kom í gær ansi þreyttur frá Hollandi. Eddi var með mér um helgina í Rotterdam (hann fór út á fimmtudeginum en ég á miðvikudeginum) og þeir sem hann þekkja þá á hann það til að komast í aðstæður þar sem boðið er upp á bjór... Við tókum pakkann á þetta, steikarstaðurinn góði, Palm, heimsókn til Kjartans og Gunndísar og svo kíkt út á lífið. Fórum svo heim saman í gær.

Ég skellti mér reyndar á Holland Luxemburg á laugardagskvöldið. Vorum í svona Skybox þ.e. sér herbergi með bar og borðum og geggjuðu útsýni út á völl. Þar var nóg af veitingum og svo útgangur út á sér stúku með upphituðum stólum. Því miður kom bara eitt mark en það var samt gríðarleg stemming í Hollendingum sem rauluðu mjög hallærisleg lög sem myndu sóma sér vel í þýskum skemmtiþætti á laugardagskvöldi þar sem menn halla sér saman í takt við tónlistina með bjórkrús í hönd. Það er alveg magnað hvað Hollendingar eiga það til að eyðileggja góða stemmingu fyrir útlendingum með því að skella á fóninn svona jódilei lögum með svaka bíti undir, hef alloft lent í miklum rökræðum við DJ'a... En lókallinn er að fíla þetta, ungt fólk sem á nú skilið eitthvað betra.

 

Fór svo út að borða með minni heittelskuðu í gærkvöldi og smá kaffi um kvöldið hjá tengdó.

Næsta ferð er svo ekki fyrr en þann 9 des, verð þá í 6 daga að koma nýjum manni inn í jobbið og þá er þessu RTM tímabili að ljúka. Á nú eftir að fara út aftur einhverntímann en ekki í þessu magni sem búið er að vera á þessu hausti.

Ég er að fara að spila á Gauknum á fimmtudaginn kl. 21:00! Allir á Gaukinn. Eins gott ég drífi mig heim á eftir og reyni að koma mér í form sem allra fyrst... Æfing í kvöld. Verða ábyggilega flottir tónleikar.

Svei mér þá ef næsta helgi er bara ekki nokkuð laus, komin tími á að slaka á heima við og hlaða batteríin fyrir næstu viku sem verður ansi bókuð...

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband