Færsluflokkur: Bloggar
11.3.2008 | 13:44
Tær snilld...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2008 | 20:47
Frábærir flugmenn....
Finnst fréttaflutningurinn af þessu nánast krassi í Hamburg ansi áhugaverður.
Það er verið að blása upp flugmennina sem algjörar hetjur fyrir að krassa ekki vélinni...
Án þess að hafa mikið vit á þessu en hvað voru þeir að reyna að lenda vélinni á þessari braut í svona brjáluðu veðri með miklum hliðarvind. Er það ekki aðalatriðið í þessu máli? Vélin var nánast þversum að reyna að lenda... Voru skilyrði fyrir lendingu í lagi???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2008 | 13:24
Farinn
Þá er maður að leggja í hann til Bremen í Þýskalandi. Verð þar fram á fimmtudagskvöld.
Bremen er annars mjög skemmtileg borg.
Jæja þau fara að kalla út í vél, best að fara að kanna hvort það sé ekki laust frammí...
Andrés.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2008 | 23:30
Geggjað
Þetta er eiginlega uppáhalds trompet lagið mitt. Hér í alveg frábærum flutningi Derek Watson með James Last hljómsveitinni.
Fékk videó lánað fyrir c.a. 10 árum með concert með James Last og hlustaði mikið á þetta lag af tónleikunum.
Ef þið hafið tíma, endilega rúllið þessu. Þetta er algjör snillingur, ekki missa af endinum... Þessar mínútur eru allar vel þessi virði... Enjoy.
http://www.youtube.com/watch?v=9sOnOJuzE0Q
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 12:39
Póker
Loksins varð eitthvað úr þessu "Facebook" ævintýri hjá mér. Fram að þessu hefur þetta nú verið ansi tilgangslaust. Heyrði í vinnufélaga mínum sem sagðist vera að spila póker við vinnufélaga sinn í Bretlandi og þetta væri mjög sniðugt. Ákvað að prófa í gær. Viti menn fann félagana (ef þú er með fólk sem vini þá sérð þú ef þeir eru að spila og getur farið inn á þeirra borð, ef laust er) og tók smá póker með þeim. Þeir voru allt of góðir fyrir mig svo ég fór á borð þar sem upphæðirnar eru lægri. Spilaði frá fyrir sjö til að ganga eitt... Um kvöldið komu svo fleiri vinir inn á borðið mitt. Er svolítið gaman að geta spjallað á íslensku við hina íslendingana við borðið um t.d. hina útlendingana sem eru við borðið. Þetta er alveg afskaplega einfalt og kostar ekki neitt.
Endaði kvöldið með stæl og var búin að hreinsa upp ansi marga. Ég á því góða inneign til að geta spilað í kvöld .
Mæli með því að þeir sem ég hef sent boð um að prófa pókerinn að endilega skella sér í þetta, þá fæ ég líka auka "chips"...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 20:41
300 milljónir fyrir að ráða sig...
Já hann Lárus Welding þarf ekki að hafa peningaáhyggjur, allavega ekki varðandi hann og hans fjölskyldu. Fékk 300 milljónir fyrir að taka að sér forstjórastarfið hjá Glitni.
Enda hefði hann aldrei ráðið sig bara upp á 9 milljónir á mánuði í standard laun plús einhverja kaupréttarsamninga.
Ég vona að MBA námið mitt sem ég hef í haust komi mér upp í þennan klassa, því miður er nú orðin ansi mikið á eftir Lárusi því hann er yngri en ég
En maður yrði nú ansi gráhærður og leiður ef maður ætlaði sér að mæla sig við þá sem eru á toppnum í þjóðfélaginu. Bara að hann Lárus nái að eiga eitthvað líf með fjölskyldunni sinni meðfram þessu mikla starfi, vona það.
Já, nú tekur maður MBA námið hjá HR með trompi frá og með haustin. Ekkert múður með það, næsti vetur og veturinn á eftir verður lærdómur út í eitt.
p.s. hann Lárus er miklu gráhærðari en ég svo hann getur öfundað mig af mínu dökka hári...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2008 | 14:29
Ljóskur, við elskum þær!
Two blondes living in Oklahoma were sitting on a bench talking, and one blonde says to the other, 'Which do you think is farther away... Florida or the moon?'
The other blonde turns and says 'Helloooooooooo, can you see Florida ????'
SPEEDING TICKET
A police officer stops a blonde for speeding and asks her very nicely if he could see her license.
She replied in a huff, 'I wish you guys would get your act together. Just yesterday you take away my license and then today you expect me to show it to you!'
RIVER WALK
There's this blonde out for a walk. She comes to a river and sees another blonde on the opposite bank. 'Yoo-hoo!' she shouts, 'How can I get to the other side?'
The second blonde looks up the river then down the river and shouts back, 'You ARE on the other side.'KNITTING
A highway patrolman pulled alongside a speeding car on the freeway. Glancing at the car, he was astounded to see that the blonde behind the wheel was knitting!
Realizing that she was oblivious to his flashing lights and siren, the trooper cranked down his window, turned on his bullhorn and yelled, 'PULL OVER!'
'NO!' the blonde yelled back, 'IT'S A SCARF!'
BLONDE ON THE SUN
A Russian, an American, and a Blonde were talking one day. The Russian said, 'We were the first in space!'
The American said, 'We were the first on the moon!'
The Blonde said, 'So what? We're going to be the first on the sun!'
The Russian and the American looked at each other and shook their heads.
'You can't land on the sun, you idiot! You'll burn up!' said the Russian.
To which the Blonde replied, 'We're not stupid, you know. We're going at night!'
IN A VACUUM
A blonde was playing Trivial Pursuit one night. It was her turn. She rolled the dice and she landed on Science & Nature. Her question was, 'If you are in a vacuum and someone calls your name, can you hear it?'
She thought for a time and then asked, 'Is it on or off?'
FINALLY
A girl was visiting her blonde friend, who had acquired two new dogs, and asked her what their names were.
The blonde responded by saying that one was named Rolex and one was named Timex.
Her friend said, 'Whoever heard of someone naming dogs like that?'
'HELLLOOOOOOO......,' answered the blond. 'They're watch dogs!'
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 12:50
Uhuhhh
Var búin að rífa upp trompetinn og meira að segja klifra upp á háaloft í bílskúrnum að ná í C trompetinn minn til að taka þátt í tónleikum með Blásarasveit Reykjavíkur þann 10 feb. n.k.
Fyrsta æfing var á þriðjudaginn, í gær var svo ákveðið að slá tónleikana á frest fram á haustið.
Þetta er svona fastinn í tónlistinni hjá mér þ.e. tónleikar með Blásarasveitinni 1-2 X á ári. Ég sem ætlaði að vera komin í flott form þann 10 feb því þann dag er mamma sjötug og hún vill endilega að ég spili í afmælinu. Verð nú samt að reyna að gera það af einhverju viti, hún á það nú alveg skilið blessunin.
Það er því ekki æfing í kvöld né á laugardagsmorguninn. Helga er reyndar á fullu að æfa í Óperunni og er lítið heima. Ég fer síðan til Hollands eldsnemma á sunnudaginn og verð fram á fimmtudag. Væntanlega verð ég svolítið á ferðinni á næstu vikum. Alveg svakalegt ég var allan janúarmánuð á Íslandi, ansi langt síðan ég hef náð heilum mánuði á Íslandi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 16:51
Ohh, hvað lífið væri nú einfalt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 12:31
Einn heima...
Já, nú er maður bara einn í kotinu. Konan farinn í "business trip" til Ísafjarðar... Fékk boð frá Sinfó um að taka þátt í tónleikum í dag og á morgun, kemur svo heim á föstudaginn. Farið að vera fullt að gera hjá henni þessa dagana í allsskonar giggum, besta mál enda er hún laaang besti klarinettuleikarinn á landinu!
Ég fæ síðan að taka upp gripinn og spila með Blásarasveit Reykjavíkur á tónleikum þann 10 feb. n.k. Alltaf gaman að spila og ekki spillir félagsskapurinn.
Næ ekki upp neinni stemmingu hjá sjálfum mér í kringum EM, nenni varla að horfa á leikina sem við erum að spila... Kannski er maður og kröfuharður, veit það ekki. Alla vega finnst mér leiðinlegt að sjá einhverja erlenda þjóð niðurlægja Íslendinga... Eigum við ekki að ná að standa aðeins í þessum þjóðum?
Pólítíkin nokkuð skemmtileg þessa dagana. Framsóknarflokkurinn fékk ókeypis smjörklípu er hann riðaði til falls, allt í einu fór öll athyglin af framsókn á Ólaf F. Er svo sem ánægður með að Sjálfstæðisflokkurinn er búin að endurheimta borgina en finnst nú dúettinn (Ólafur og Villi) ekki vera það besta sem til er. Finnst eins og Ólafur F sé nánast hálf grátandi í viðtölum. Hann lítur allavega ekki út sem mjög heilbrigður. Hann vill heldur ekki svara hvort hann sé heill heilsu nýkominn úr óútskýrðu rúmlega árs veikindaleyfi... Af hverju svaraði hann ekki bara: "Ég er fullfrískur og allt tal um veikindi tilheyra fortíðinni og þarf ekki að ræða frekar". Og svo á Villi að taka við og það sem hann talar mest um er hversu lengi hann hafi verið að vinna fyrir borgina og samband íslenskra sveitarfélaga, ok gott og blessað en er þá ekki komin tími á nýtt blóð?
Yoga tímarnir eru algjör snilld, dottaði í lokin í gær. Góðar teygjur og svo frábær slökun í lokin.
Svo er að koma námskeið í Fitness box, held ég skelli mér á það. Ágætt eftir Yoga-ð að fara að púla svolítið og svitna.
Best að rölta fram í mötuneyti og kippa með mér einhverju í gogginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)