Færsluflokkur: Bloggar

Skýringar á fjármálakrísunni

Held þetta sé nú bara ansi nálægt sannleikanum...

Argaþras...

Úff, maður getur nú ekki annað en verið ansi þreyttur á öllum leiðindunum.

Krónutal út og inn - hún hrynur og hrynur. Það er nánast verið að "ground-a" mann á skerinu ,allavega gagnvart prívat ferðum... FootinMouth Ætli maður fari ekki bara í ríkið og Bónus áður en maður fer næst í skemmtiferð til útlanda Crying 

Skemmtilegasta samlíkingin í tengslum við krónutalið fynnst mér samt það sem Tryggvi Þór Herberts (sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í peningamálum) sagði. Hann sagði nú bara að það skiptir ekki máli þó við skiptum úr Celsius í Farenheit, veðrið verður það sama. Ég er svolítið sammála þessu enda er krónan sem slík bara að endurspegla hagkerfið okkar.

Verðbólgan er síðan ansi dugleg í að hjálpa fyrirtækjum að hækka allt, sem skapar þá enn meiri verðbólgu... 

Svo er nú veðrið nú alveg til að toppa ástandið, þvílíkt grámyglu veður. Það er ekki einu sinni Birtu út sigandi, hún er þó samt hundur LoL. Ég held við getum nú bara gefið veðurfræðingum frí fram í c.a. desember þegar vonandi fer að stytta upp og lægja.

 Svo er greyið keppinauturinn ansi illa staddur þessa dagana, leitt að sjá hvernig er búið að fara með það félag. 

Var nú reyndar gaman að sjá að það lifir ennþá í gömlum glæðum hjá FL Group (Stoðir í dag). Voru að sponsora mænuþáttinn á föstudaginn og gáfu einnig 15 kúlur.

En maður heldur nú samt í vonina um að við siglum nú úr þessum öldudal sem allra fyrst Smile

 


MBA

Rosalega lýst mér nú vel á námið mitt... Fyrsta vinnuhelgin búin.

Gekk alveg ljómandi, fagið (Managerial Accounting) alveg að mínu skapi og minn nokkuð mikið á heimavelli Cool.

Skelltum okkur svo eftir að ég var búin í skólanum á laugardaginn á tónleika með Big Bandi Þórshafnar. Svo út að borða á Asíu, hittum svo skólafélaga og kennarann á Vínbarnum og enduðum svo kvöldið á geggjuðum tónleikum á Nasa. Þetta voru lokatónleikar Jasshátíðarinnar, geggjað band.

Nú byrjar svo vinnan í skólanum, fyrstu verkefnaskil í kvöld, hópavinna á morgun o.s.frv.

 


Nýtt 4 punkta öryggisbelti fyrir konur

 

newseatbelt


Skóli

Jæja, þá er skólinn að byrja á fullu í þessari viku. Fyrsta alvöru námskeiðið (Economics for Management Decision Making) hefst á fimmtudaginn, verð fimmtu-, föstu- og laugardag í skólanum.

Í síðustu viku var ég tvo daga í að byggja upp tengsl við hópinn og læra á skólann, hlutirnir líta bara mjög vel út. Þekki nú engan persónulega sem er með mér í þessum 57 manna hóp en það er bara allt í lagi, maður verður fljótur að kynnast fólki.

Það var því ágætt að maður tók vel á því um helgina, ætli maður verði ekki á haus eftir þetta. Fórum í matarboð/partý á föstudaginn langt fram á morgun og svo náttúrulega menningarnótt á laugardaginn. Held ég hafi komið heim... ja allavega áður en leikurinn byrjaði Blush.

Flott að lífið fari að komast í e-h rútínu aftur, sumarið var ansi óhefðbundið svo vægt sé til orða tekið.

 


Íslandskynning DAUÐANS...

Fyrir þá sem ekki sáu þetta myndband á sínum tíma þá er linkurinn hér að neðan. 

 

 

 


Rigning

Já já, hún er bara ansi notaleg. Fórum í "rafting" í gær, geðveikt gaman eins og alltaf.

Mætti til vinnu í dag, verð líka á morgun en kem mér svo aftur í frí á miðvikudaginn. Skellum okkur svo til Hollands á fimmtudagin og skellum okkur á Zomercarnival í Rotterdam á laugardaginn. Annað stærsta carnival í heiminum á eftir Rio. Verðum svo í næstu viku í Rotterdam, ég í vinnunni en Helga að mæla göturnar.

Við vonum bara að tengdó nái að halda sér í horfinu svo ekki þurfi að stytta ferðina eða hætta við, ansi erfiðir tímar í familíunni hennar Helgu. Fríið hennar Helgu hér á Íslandi er því ansi mikið í að sinna veikindunum. Verður svo gott að geta stimplað sig aðeins út úr þeim pakka í smá stund.

Jæja, orðin svangur. Best að skella sér heim í Mc Cain pítsuna sem bíður beinstíf í frystinum heima.

 


Á leið erlendis...

Er að fara til Hollands í fyrramálið, held ég komi við í Ríkinu á leiðinni heim og kaupi mér Heineken til að taka með. Ekki hef ég efni á honum úti miðað við gengið á Evrunni... Crying

Hrossabjörn

Mega panik í gagni út af hrossum á hálendinu... Verður maður ekki að fara að skella sér á byssunámskeið, ekki fer maður óvopnaður í útilegu á þessu skeri aftur Frown Allt bara morandi í ísbjörnum...

Hef nú samt mikla samúð með þessum ísbjarna greyjum sem enda hér á landi í klóm bjarnar Pinch

Þvílík veðurblíða þessa dagana, geðveikt Whistling

 

Over & out,

Andrés Ísbjörnsson


Áfram Holland!

Rosalega varð ég stolltur af "mínum" mönnum í gærkvöldi. Bjóst nú ekki við þessari flugeldasýningu, þetta var geðveikt.

Nú bara höldum "við" áfram og klárum pakkann.

Verður nú á brattan að sækja fyrir Íslendinga að mæta þeim næsta haust, við erum í sama riðli og Hollendingar í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Verða leikir bæði í Reykjavík og svo í Rottedam Smile. Þá skellir maður sér nú á völlinn.

Hlakka nú ansi mikið til að fara í sumarfrí (enn örfáar vikur í það) en samt skrítið þar sem við erum ekki búin að plana neitt. Getum ekki planað neitt mikið vegna veikinda í familíunni hennar Helgu en við þurfum að plana eitthvað samt. Er eitthvað svo glatað að hafa ekki eitthvað til að hlakka sérstaklega til... Maður vonar bara að veðrið verði gott í júlí, svo eltir maður bara Cool. Engar stórframkvæmdir á döfunni, bara klára smá málningarstúss (ekki nema örfáir dagar).

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband