Færsluflokkur: Bloggar
15.10.2008 | 11:16
Keypti í Landsbankanum fyrir 9.000 milljónir deginum áður en hann fór á hausinn...
Hann heitir Magnús Ármann og er einn af aðaleigendum Byr Sparisjóðsins.
Googlaði hann:
Hann var búin að innrétta einkaklúbb fyrir sig og vinina.
Svo er nú gaman að skoða gamalt blað frá "góða" tímanum þar sem þessi Magnús kemur fyrir:
Ekki beint peningaskortur á gaurunum á þessum tíma, sjá bls 4...
http://www.visir.is/ExternalData/pdf/sirkus/S070112.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2008 | 10:58
Húmor... úbbs. Kannski ekki viðeigandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2008 | 21:59
The MAN - manni létti nú bara eftir að hafa heyrt í kallinum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 15:19
Snilldar Komment um Guðmund í Birginu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2008 | 16:20
"Rænum Danske Bank"...
Innlent - miðvikudagur, 5. mars, 2008 - 13:13
Ef þetta rætist komum við og rænum Danske Bank
Það býr meiri orka og bjartsýni í Íslendingum en í gömlu, norrænu konungsríkunum þar sem fólk er varkárara og pragmatískara. Þess vegna koma allar þessar viðvaranir frá Danmörku um að íslenskt efnahagslíf sé á leiðinni á hliðina.
Og ef það rætist, ættuð þið að vita, að við komum öll til Kaupmannahafnar og rænum Danske Bank, segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur í nýju viðtali við danska blaðið Politiken. Þetta er eins og þegar maður flytur að heiman og mamma manns er alltaf að hringa og segja: Þetta gengur ekki lengur, þú verður að hætta að reykja og eyða svona miklum peningum. Hún er orðin valdalaus en vill samt segja okkur að þetta gangi ekki nógu vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 14:20
Þetta er skemmtileg frétt - mikill húmor í þessu
Ekki bara bankamenn sem njóta fríðinda í vinnunni
Lárus Welding fékk kannski 300 milljónir fyrir að byrja hjá Glitni og Hannes Smárason 90 milljónir fyrir að hætta hjá FL Group, en það eru ekki bara bankamenn sem ganga sílspikaðir frá samningaborðum við vinnuveitendur sína. Starfsmenn í öðrum geirum þjóðfélagsins njóta ýmissa sérkjara.
Starfsmenn Dvalarheimilisins Hrafnistu fá til dæmis fimm þúsund króna styrk til heilsuræktar. Þá styrkir Hrafnista starfsmannafélagið, sem meðal annars bíður starfsfólki frítt í bíó tvisvar á ári, á árshátíð og í jólabingo, svo eitthvað sé nefnt.
Og þetta er ekki allt. Starfsmenn dvalarheimilisins eru einnig, líkt og bankamennirnir, heiðraðir með ýmsum hætti fyrir það að halda tryggð við vinnustaðinn. Á heimasíðu Hrafnistu kemur fram að eftir þriggja ára starf fá starfsmenn til að mynda konfektkassa. Eftir tíu ár í starfi geta þeir farið út að borða fyrir fimmtán þúsund krónur. Eftir 25 ár er í boði "Gjugg í bæ" fyrir 35 þúsund krónur, eða gjafabréf í Kringluna eða Smáralind.
Endist starfsmaður í 40 ár án þess að vera orðinn vistmaður sjálfur býðst honum utanlandsferð fyrir 110 þúsund krónur, eða vikudvöl á heilsuhælinu í Hveragerði. Vert er að taka fram að svo vitað sé fá starfsmenn Hrafnistu ekki borgað sérstaklega fyrir að byrja eða hætta hjá fyrirtækinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 10:42
Brandarar - ekki veitir af...
-------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Tveir ljóshærðir menn leigðu saman litla íbúð. Eldur braust út í íbúðinni eina nóttina og þeir hlupu út á svalir.
HJÁLP, HJÁLP," kallaði annar þeirra.
Kannski hjálpaði það ef við kölluðum saman!" sagði hinn.
Góð hugmynd," sagði sá fyrsti og þeir kölluðu í kór:
SAMAN, SAMAN ..."
----------------------------------------------------------------------------
Gunna gamla dó og Jón, maðurinn hennar, hringdi í lögregluna.
Hvar býrðu í bænum?" spurði lögreglumaðurinn.
Við syðri endann á Kalkofnsgötu," sagði Jón.
Kakkoffs ..., úps, gætirðu stafað þetta fyrir mig."
Eftir langa þögn sagði Jón: Hvernig líst þér á að ég dragi Gunnu bara niður á Sæbraut og þið sækið hana þangað?"
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði. Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið. Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann. Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína," hrópaði Sigfús og reif í hárið á sér.
Ég er enginn ræningi," urraði maðurinn hneykslaður. Ég er nauðgari!"
Guði sé lof," sagði Sigfús og andaði léttar. Þrúða mín, þetta er til þín!"
---------------------------------------------------------------------------------------------------------
Þú kemur seint," sagði dökkhærði barþjónninn við ljóshærða barþjóninn.
Já, ekkert skrýtið, ég varð vitni að hræðilegu slysi á leiðinni. Það var eins gott að ég var búinn að fara á skyndihjálparnámskeið!"
Hvað gerðir þú?" spurði sá dökkhærði.
Ég settist á gangstéttina og beygði höfuðið niður á milli hnjánna til að það liði ekki yfir mig."
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 15:44
Íslenska krónan - R.I.P.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 12:02
Lárus suðumaður
Samkvæmt þessu þá dugar nú 300 milljóna bónusinn hans skammt...
Ef bréfin eru niður um 70-80% þá er kallinn búin að tapa c.a. 3 milljörðum frá því í síðustu viku.
Úff, þetta eru stórar tölur.
Bjarni Ármannsson selur fyrir 7 ma.kr. í Glitni
Lárus Welding, nýr forstjóri Glitnis, hefur keypt í bankanum fyrir tæpa 4 milljarða króna. Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, hefur selt hluti sína í bankanum fyrir tæpa 7 milljarða króna. Kaupandinn er Glitnir banki.
Lárus Welding, nýr forstjóri Glitnis, hefur keypt í bankanum fyrir tæpa 4milljarða króna, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Um er að ræða 150 milljónir hluta á genginu 26,6 en við hádegi var markaðsgengið 27,05 krónur á hlut.
Bjarni Ármannsson, fráfarandi forstjóri Glitnis, hefur selt hluti sína í bankanum fyrir tæpa 7 milljarða króna. Kaupandinn er Glitnir banki. Bjarni seldi á genginu 29 sem er meira en núverandi markaðsvirði bankans. Hann á áfram hlut í bankanum sem er um 1,5 miljarðs króna virði miðað við þetta gengi.
Fram kom í fréttum Sjónvarpsins í gær að starfslokakjör Bjarna hjá Glitni næmu á milli 800 og 900 miljóna króna. Í þeirri tölu væri hagnaður Bjarna af sölu hlutabréfa, auk starfslokagreiðslna sem næmu um hálfum miljarði króna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 22:25
Birmingham og Islam
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætli þessi ofurlaun og samningar hafi ekki verið nauðsynlegir til að fá þetta fólk til að gera eins og eigendur vildu sem vafalítið hefur oft verið á vægast sagt gráu svæði. Svo koma menn og tala um bankarán!!! Það fannst mér álíka gáfulegt og þegar Guðmundur í Byrginu hélt því fram að honum hefði verið nauðgað. Hlægilegt.
6. október 2008 14:45