2.10.2008 | 14:20
Þetta er skemmtileg frétt - mikill húmor í þessu
Ekki bara bankamenn sem njóta fríðinda í vinnunni
Lárus Welding fékk kannski 300 milljónir fyrir að byrja hjá Glitni og Hannes Smárason 90 milljónir fyrir að hætta hjá FL Group, en það eru ekki bara bankamenn sem ganga sílspikaðir frá samningaborðum við vinnuveitendur sína. Starfsmenn í öðrum geirum þjóðfélagsins njóta ýmissa sérkjara.
Starfsmenn Dvalarheimilisins Hrafnistu fá til dæmis fimm þúsund króna styrk til heilsuræktar. Þá styrkir Hrafnista starfsmannafélagið, sem meðal annars bíður starfsfólki frítt í bíó tvisvar á ári, á árshátíð og í jólabingo, svo eitthvað sé nefnt.
Og þetta er ekki allt. Starfsmenn dvalarheimilisins eru einnig, líkt og bankamennirnir, heiðraðir með ýmsum hætti fyrir það að halda tryggð við vinnustaðinn. Á heimasíðu Hrafnistu kemur fram að eftir þriggja ára starf fá starfsmenn til að mynda konfektkassa. Eftir tíu ár í starfi geta þeir farið út að borða fyrir fimmtán þúsund krónur. Eftir 25 ár er í boði "Gjugg í bæ" fyrir 35 þúsund krónur, eða gjafabréf í Kringluna eða Smáralind.
Endist starfsmaður í 40 ár án þess að vera orðinn vistmaður sjálfur býðst honum utanlandsferð fyrir 110 þúsund krónur, eða vikudvöl á heilsuhælinu í Hveragerði. Vert er að taka fram að svo vitað sé fá starfsmenn Hrafnistu ekki borgað sérstaklega fyrir að byrja eða hætta hjá fyrirtækinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.