31.1.2008 | 20:41
300 milljónir fyrir að ráða sig...
Já hann Lárus Welding þarf ekki að hafa peningaáhyggjur, allavega ekki varðandi hann og hans fjölskyldu. Fékk 300 milljónir fyrir að taka að sér forstjórastarfið hjá Glitni.
Enda hefði hann aldrei ráðið sig bara upp á 9 milljónir á mánuði í standard laun plús einhverja kaupréttarsamninga.
Ég vona að MBA námið mitt sem ég hef í haust komi mér upp í þennan klassa, því miður er nú orðin ansi mikið á eftir Lárusi því hann er yngri en ég
En maður yrði nú ansi gráhærður og leiður ef maður ætlaði sér að mæla sig við þá sem eru á toppnum í þjóðfélaginu. Bara að hann Lárus nái að eiga eitthvað líf með fjölskyldunni sinni meðfram þessu mikla starfi, vona það.
Já, nú tekur maður MBA námið hjá HR með trompi frá og með haustin. Ekkert múður með það, næsti vetur og veturinn á eftir verður lærdómur út í eitt.
p.s. hann Lárus er miklu gráhærðari en ég svo hann getur öfundað mig af mínu dökka hári...
Athugasemdir
já það er ágætt að hefja nýtt starf með smá bónus í farteskinu. Vonandi á maður von á þessu þegar maður fer að leita að starfi eftir námið...
Jón Ingvar Bragason, 1.2.2008 kl. 13:19
Ekki nóg með að hárið á þér sé dekkra, þú ert svo miklu sætari en hann!!
Frú Helga (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.