Uhuhhh

Var búin að rífa upp trompetinn og meira að segja klifra upp á háaloft í bílskúrnum að ná í C trompetinn minn til að taka þátt í tónleikum með Blásarasveit Reykjavíkur þann 10 feb. n.k.

Fyrsta æfing var á þriðjudaginn, í gær var svo ákveðið að slá tónleikana á frest fram á haustið.

Þetta er svona fastinn í tónlistinni hjá mér þ.e. tónleikar með Blásarasveitinni 1-2 X á ári. Ég sem ætlaði að vera komin í flott form þann 10 feb því þann dag er mamma sjötug og hún vill endilega að ég spili í afmælinu. Verð nú samt að reyna að gera það af einhverju viti, hún á það nú alveg skilið blessunin.

Það er því ekki æfing í kvöld né á laugardagsmorguninn. Helga er reyndar á fullu að æfa í Óperunni og er lítið heima. Ég fer síðan til Hollands eldsnemma á sunnudaginn og verð fram á fimmtudag. Væntanlega verð ég svolítið á ferðinni á næstu vikum. Alveg svakalegt ég var allan janúarmánuð á Íslandi, ansi langt síðan ég hef náð heilum mánuði á Íslandi!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband