23.1.2008 | 12:31
Einn heima...
Já, nú er maður bara einn í kotinu. Konan farinn í "business trip" til Ísafjarðar... Fékk boð frá Sinfó um að taka þátt í tónleikum í dag og á morgun, kemur svo heim á föstudaginn. Farið að vera fullt að gera hjá henni þessa dagana í allsskonar giggum, besta mál enda er hún laaang besti klarinettuleikarinn á landinu!
Ég fæ síðan að taka upp gripinn og spila með Blásarasveit Reykjavíkur á tónleikum þann 10 feb. n.k. Alltaf gaman að spila og ekki spillir félagsskapurinn.
Næ ekki upp neinni stemmingu hjá sjálfum mér í kringum EM, nenni varla að horfa á leikina sem við erum að spila... Kannski er maður og kröfuharður, veit það ekki. Alla vega finnst mér leiðinlegt að sjá einhverja erlenda þjóð niðurlægja Íslendinga... Eigum við ekki að ná að standa aðeins í þessum þjóðum?
Pólítíkin nokkuð skemmtileg þessa dagana. Framsóknarflokkurinn fékk ókeypis smjörklípu er hann riðaði til falls, allt í einu fór öll athyglin af framsókn á Ólaf F. Er svo sem ánægður með að Sjálfstæðisflokkurinn er búin að endurheimta borgina en finnst nú dúettinn (Ólafur og Villi) ekki vera það besta sem til er. Finnst eins og Ólafur F sé nánast hálf grátandi í viðtölum. Hann lítur allavega ekki út sem mjög heilbrigður. Hann vill heldur ekki svara hvort hann sé heill heilsu nýkominn úr óútskýrðu rúmlega árs veikindaleyfi... Af hverju svaraði hann ekki bara: "Ég er fullfrískur og allt tal um veikindi tilheyra fortíðinni og þarf ekki að ræða frekar". Og svo á Villi að taka við og það sem hann talar mest um er hversu lengi hann hafi verið að vinna fyrir borgina og samband íslenskra sveitarfélaga, ok gott og blessað en er þá ekki komin tími á nýtt blóð?
Yoga tímarnir eru algjör snilld, dottaði í lokin í gær. Góðar teygjur og svo frábær slökun í lokin.
Svo er að koma námskeið í Fitness box, held ég skelli mér á það. Ágætt eftir Yoga-ð að fara að púla svolítið og svitna.
Best að rölta fram í mötuneyti og kippa með mér einhverju í gogginn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.