16.1.2008 | 12:41
Yoga og sprunguheimsóknir
Byrjaði á Yoga námskeiði í gær, 5 vikna námskeið sem haldið er hérna í vinnunni. Erum með kennara frá Yoga Shala, þar á meðal Ingibjörgu Stefáns. Þetta var bara alveg þrusufínt, ætla að taka þetta með trukki.
Set hér inn mynd af helstu æfingunum sem ég rúllaði í gegnum í gær
Svo eftir c.a. 2-3 tíma þá ætla ég að ná þessari æfingu:
Skelltum okkur í góðan göngutúr í snjónum í gær eftir Gettu Betur. Löbbuðum í hrauninu úti við Vellina í Hafnarfirði. Birta óð upp í eina brekkuna og svo sá ég þegar hún hvarf . Ég labbaði upp á hólinn á eftir henni, kallaði á hana en ekkert gerðist. Þegar ég var komin upp tók ég eftir stórri sprungu í hrauninu, sá bara svart ofan í henni og gerði mér enga grein fyrir dýpt hennar. Sá ég þá ekki í hvítan hund sem var fastur ofan í. Sem betur fer var nú ekki um mjög djúpa sprungu að ræða og náði ég að draga hana upp á ólinni. Eftir þetta héldum við okkur bara við göngustígana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.