8.1.2008 | 13:02
Nýtt ár
Voðalega var nú jólafríið langa fljótt að líða... En það er svo sem ágætt að byrja aftur á rútínunni, tekur kannski svolítið langan tíma að ná því að sofna á réttum tíma. En nú skal tekið á því og öðrum hlutum. Skella sér svo eitthvað í ræktina, ætlaði að kippa íþróttatöskunni með í vinnuna í morgun en trúlega vantaði eitthvað að snyrtidóti í hana svo ég sleppti því bara að taka hana með . Á morgun segir sá lati svo ég tek bara vel á því á morgun, fer bara út með Birtu í göngutúr á eftir til að laga samviskubitið.
Nú er ég byrjaður í nýju starfi í vinnunni, ber titilinn forstöðumaður erlenda umboða. Aðal áherslan er sem sagt á starfsemina okkar erlendis núna, ber ekki lengur titilinn gæðastjóri. Vitið þið það að það er nefnilega lítið mál að láta öll mál verða "gæða"mál, nefnilega ef eitthvað klikkar þá hafa gæðin ekki verið í lagi... Ekki satt?
Þrátt fyrir áherslu á erlenda starfsemi þá er ég nú búin að lofa mér því vera ekki nærri því eins mikið í útlöndum og 2007. Frá Apríl á síðasta ári fór ég 11 sinnum út á vegum vinnunar og var í 54 daga. Svo fórum við til Benidorm í tvær vikur og á North Sea Jazz festivalið í Rotterdam þess utan.
Núna er ég ekki með neina ferð planaða alveg á næstunni, bara New York með frúnni um páskana, það verður næs. Ætlum að skella okkur á tónleika, á hestbak í Central Park og eitthvað fleira í þá 7 daga sem við verðum bara í afslöppun.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.