Jólafrí

Alveg yndislegt að vera að komast í langt jólafrí, ætla að vera í fríi fram á næsta ár!

Svo má fara að kólna aðeins í veðri og fara að snjóa...

Magnaður úrskurðurinn hjá Samkeppnisstofnun í vikunni og áhugaverð lesning þessar 346 bls. á dóminum. Það er alveg ljóst að menn hinum megin við Klepp voru ekkert að hugsa allt of gott til manns... ja nema kannski Eddi! Ég hafði sérstaklega gaman af því að lesa um mál þar sem ég var persónulega að vinna á sínum tíma og var allt að klárast en þá kom í ljós hagsmunatengls og einkakaupasamningar gagnvart eignarhaldsfélagi og því varð ekkert af viðskiptunum. Var eiginlega búin að gleyma þessu...

Fékk í bakið fyrir nokkrum vikum án þess að átta mig almennilega á því. Hélt að rúmmið okkar væri alveg búið á því þar sem ég fann aldrei fyrir neinu í útlöndum en var alveg að drepast hér heima og náði ekki almennilegum svefni. Eftir c.a. 6,5 klst svefn þá gat ég ekki legið lengur og svo jafnaði þetta sig yfir daginn. Við keyptum því nýtt rosa flott rúm hjá Betra Baki. En bakið lagaðist ekkert, fór reyndar að spá í því að ég svaf nú aldrei lengur en c.a. 6 klst í beit úti svo rúmmið hafði ekki verið aðalmálið... (þar fór hálf milljón í nýtt rúm fyrir lítið, nei nei segi svona nýja rúmmið er mjög flott og fínt og hitt var ábyggilega orðið ónýtt). Hef trúlega fengið einhverja tognun við mikinn burð upp á háaloft í lok október.

Fór svo til læknis sem gaf mér pillur og tilvísun til sjúkraþjálfara. Hélt ég þyrfti nú aldrei að fara til sjúkraþjálfara... En fór í minn annan tíma í dag og er allur miklu betri. Þarf kannski einhverja 1-2 í viðbót til að verða góður. Ég er allt of stirður og þarf því að passa mig á að teygja vel. Skráði mig reyndar á jóga námskeið hér í vinnunni um daginn en náði nú ekki nema 1 tíma af 8... Spurning hvað maður gerir á næsta ári, held nú samt að jóga sé ekki alveg ég.

 

Jæja nóg af blaðri.

 

Gleðilegt jól!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband