Tryggingarstofnun

Úff... Fór að skipta um dekk í hádeginu og langaði síðan í eitthvað gott í gogginn á eftir. Ætlaði nú bara að fara á Svarta Svaninn og fá mér samloku en hann var lokaður. Endaði því inn á tælenskum stað beint á móti Tryggingarstofnun Ríkisins (var nú búin að borga í stöðumælinn fyrir utan Svarta Svaninn svo ég var að nota 50 kallinn minn). Þar var slatti af verkamönnum að fá sér hamborgara og bjór og svo fólk sem var bara að fá sér bjór, það var nú komin mánudagshádegi og því tími á bjór. Allavega, ég fékk mér bara núðlusúpu og vatn (búin að fá nóg bjór um helgina).

Á næsta borði var eldri kona sem hafði verið að koma frá Tryggingarstofnun vegna bréfs sem hún hafði fengið nýverið. Hún var ekki frá Reykjavík og var að hringja í börnin sín (3 símtöl) og talaði ansi hátt, fólk komst ekki hjá því að heyra það sem hún var að segja. Þá var hún búin að fá of mikið af bótum í fortíðinni og þarf að greiða einhvern 500 þús til baka, eitthvað svipað hafði komið fyrir hana 2004 og hún var ekki enn búin að koma sér undan þeim skuldahala. Svo var hún að tala við börnin sín hvort þau yrðu ekki ánægð með að hún keypti rúmföt handa barnabörnunum í jólagjöf, hún hefði verið að spá í einhverju öðru en það var tilboð á einhverjum rúmfötum. Svo bað hún börnin sín um skilning að þau fengju bara gjafakörfur með einhverju litlu þar sem hún á engan pening. Það kom fram fullt af upplýsingum um hvernig þúsundkarlarnir myndu nú varla duga núna fyrir jólunum og bað hún eitt barnið sitt um að skrifa fyrir sig bréf til að lýsa aðstæðum hennar því hugsanlega yrði það tekið til greina vegna þessara endurgreiðslna hjá TR.

Alveg sorglegt, það lá við að ég færi til hennar og byði henni eitthvað. Hún virtist ekki vera að kaupa neitt á staðnum en var nú komin að afgreiðsluborðinu þegar ég fór út.

Maður er einhvernvegin svo langt frá svona fólki að þetta var eins og köld vatnsgusa með dassi af "reality check". Því miður er til allt of mikið af fólki sem varla skrimtir í okkar ríka þjóðfélagi.

Megi þessi kona ná að eiga gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég vona einnig að þessi kona nái að eiga gleðileg jól og að fjölskylda hennar passi vel upp á hana......maður hefur það nú ansi gott

Frú Helga (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband