Allt tekur enda

Já, kom í gær ansi þreyttur frá Hollandi. Eddi var með mér um helgina í Rotterdam (hann fór út á fimmtudeginum en ég á miðvikudeginum) og þeir sem hann þekkja þá á hann það til að komast í aðstæður þar sem boðið er upp á bjór... Við tókum pakkann á þetta, steikarstaðurinn góði, Palm, heimsókn til Kjartans og Gunndísar og svo kíkt út á lífið. Fórum svo heim saman í gær.

Ég skellti mér reyndar á Holland Luxemburg á laugardagskvöldið. Vorum í svona Skybox þ.e. sér herbergi með bar og borðum og geggjuðu útsýni út á völl. Þar var nóg af veitingum og svo útgangur út á sér stúku með upphituðum stólum. Því miður kom bara eitt mark en það var samt gríðarleg stemming í Hollendingum sem rauluðu mjög hallærisleg lög sem myndu sóma sér vel í þýskum skemmtiþætti á laugardagskvöldi þar sem menn halla sér saman í takt við tónlistina með bjórkrús í hönd. Það er alveg magnað hvað Hollendingar eiga það til að eyðileggja góða stemmingu fyrir útlendingum með því að skella á fóninn svona jódilei lögum með svaka bíti undir, hef alloft lent í miklum rökræðum við DJ'a... En lókallinn er að fíla þetta, ungt fólk sem á nú skilið eitthvað betra.

 

Fór svo út að borða með minni heittelskuðu í gærkvöldi og smá kaffi um kvöldið hjá tengdó.

Næsta ferð er svo ekki fyrr en þann 9 des, verð þá í 6 daga að koma nýjum manni inn í jobbið og þá er þessu RTM tímabili að ljúka. Á nú eftir að fara út aftur einhverntímann en ekki í þessu magni sem búið er að vera á þessu hausti.

Ég er að fara að spila á Gauknum á fimmtudaginn kl. 21:00! Allir á Gaukinn. Eins gott ég drífi mig heim á eftir og reyni að koma mér í form sem allra fyrst... Æfing í kvöld. Verða ábyggilega flottir tónleikar.

Svei mér þá ef næsta helgi er bara ekki nokkuð laus, komin tími á að slaka á heima við og hlaða batteríin fyrir næstu viku sem verður ansi bókuð...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Sælir við þurfum endilega að hittast þegar þú kemur næst. Ég fer reyndar í próf 13. des en við gætum vel hist um kvöldið. Spurning um að festa tíma ef það gengur fyrir þig, svona til að hafa þetta eins og Hollendingarnir!

Jón Ingvar Bragason, 20.11.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Andrés Björnsson

Já, ég hef nú alltaf ætlað að finna tíma til að kíkja til Leiden. Ég fer út þann 9 des og svo heim 15. Fer væntanlega e-h til Ítalíu í vikunni en ætti nú að hafa eitthvað kvöldið til að rúnnta til ykkar.  Spurning með einmitt 13 eða 14... Þetta skýrist á allra næstu dögum. Verðum í bandi. Kveðja, Andrés.

Andrés Björnsson, 20.11.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband