13.11.2007 | 22:43
Rotterdam kallar enn og aftur
Já, þá er það aftur út í fyrramálið. Ekki beint flug á miðvikudögum svo ég flýg eldsnemma til Oslo og þaðan síðan til Amsterdam. Kynna 2008 áætlunina fyrir RTM á fimmtudaginn og síðan fundastúss á föstudaginn. Eddi vinur ætlar reyndar að hitta mig úti og vera með mér frá fimmtudeginum til sunnudagsins, fínt að fá smá félagsskap og einhvern sem rekur mig út á pöbbinn Komin tími á að fá sér nokkra kalda og reyna að gleyma aðeins vinnunni um stundarsakir. Á laugardagskvöldið fer ég síðan á Holland-Luxemburg í De Kuip í Rotterdam, fæ 3 VIP miða (svona all-inclusive dæmi). Leikurinn byrjar ekki fyrr en hálf níu um kvöldið svo það er fínt að koma sprækur af leiknum beint á djammið með Edda.
Nú er ég nú samt farinn að sjá fyrir endan á þessu mikla Rotterdam stússi mínu, kannski ekki nema 1-2 ferðir fram að jólum eftir. Ekki það ég fíli ekki Rotterdam í ræmur, væri bara miklu skemmtilegra að vera ekki í vinnunni frá morgni langt fram á kvöld og oftast einn. Koma síðan aftur í vinnuna á Íslandi og þá hefur safnast upp hrúga af vinnu og svo vice versa þegar maður fer út þá er búið að safnast upp þar líka. Er alveg til í að fara að skipta yfir í að vera bara í einni vinnu og fókusa bara á hana...
Jæja, best að fara að pakka niður í ferðatösku og knúsa svolítið kerlinguna. Spurning hvort við tökum einn Menuett í double tempo
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.