28.8.2007 | 16:30
Jimmy Tenor með Samma eða Ljósanótt?
Já, leiðinlegt að geta ekki farið á bæði... Langar rosalega á tónleikana en það er líka hrikalega gaman að vera á Ljósanótt, tala nú ekki um svona Keflavíkur kauða eins og ég er...
Það er því spurning um "family first", á ég að spyrja Dr. Phil að þessu?
Reyndar syrgi ég mest að geta ekki farið á tónleikana hennar Eyvöru og Stórsveitarinnar sem verða á fimmtudaginn. Keypti diskinn um helgina og þetta eru massa útsetningar og Eyvör er einfaldlega snillingur. Er að skreppa til Rotterdam á fimmtudaginn og missi því af tónleikunum, kem reyndar heim aftur á föstudagskvöldið og næ því Ljósanótt (ja eða Jimmy Tenor).
Ætla ekki annars allir á Ljósanótt? Eða Jimmy Tenor?
Athugasemdir
Mig langar nú mest á Jimi Tenor, en skal alveg fara með þér á Ljósanótt, Kebblíngurinn minn.
Frú Helga (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 22:18
Hvort varð fyrir valinu? Okkur G langar soldið til að gera annaðhvort eða bæði eða eitthvað um helgina...
erlabjork (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 21:47
Þetta endaði með "family first" þ.e. Ljósanótt. Endilega að skella okkur saman.
Andrés Björnsson, 31.8.2007 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.