1.7.2007 | 23:39
Komin heim í góða veðrið - úr góða veðrinu...
Jæja, komin heim heil á höldnu. Komum rétt eftir miðnætti á fimmtudagskvöldið eftir alveg þrælfína ferð á Benidorm. Var leigður bíll í 3 daga, farið í tívolígarð, 2x í Go-kart, í siglingu, fengið sér vel að borða, 3x bjórar og almenn gleði í frábæru veðri og félagsskap.
Drifum okkur svo út í garðinn okkar á föstudaginn. Slegið, beð tekið í gegn og byrjað að mála pallinn. Vorum ekkert smá dugleg. Ákváðum því á laugardeginum að skella okkur í sveitina til tengdó og Þóru og Núma, þau höfðu komið sér fyrir í Varmalandi í Borgarfirði. Gistum þar síðustu nótt og tókum góðan sólardag í dag, þvílíkt veður.
Meðan við vorum úti fékk ég tilkynningu um að ég hefði komist inn í MBA námið hjá Háskólanum í Reykjavík. Það var gaman að kynnast vinum og ættingjum, við vonandi sjáumst eftir 2 ár . Þetta verður heljarinnar nám í tvo vetur, aðra hvora viku fimmtudaga, föstudaga og laugardaga í beit. Síðan lærdómur og verkefna vinna inn á milli.
Var að lesa í tímariti viðskipta- og hagfræðinga rétt áður en ég fór út að æðstu stjórendur vilja borga c.a. 100.000 kr meira á mánuði til þeirra er eru með MBA gráðu í stað þeirra "bara" með BS gráðu. Þessi vinna, fyrirhöfn og peningar eiga því að borga sig til lengri tíma litið.
Jæja, smá vinna á morgun og síðan aftur í frí(=út að mála pallinn). Þeir sem eru í fríi, þá bíð ég upp á bjór og málningarsniff þeim er langar að hjálpa til
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.