Spánn - here we come!

Jæja núna verður maður að fara að hætta í vinnunni, fara í háttinn, klára að pakka í fyrramálið, tékka Birtu inn á hótel og svo bara upp á flugvöll. Guð hvað þetta verður nú þægilegt að komast í afslöppunarumhverfi í miklum hita. Spáin er nú bara ansi góð, jú sól og 30°C hiti!

 

Ég gerði mig að ráðsettum heimilisföður í fyrradag, keypti minn ekki bara þessa líka græju. Jú Briggs & Strattor 4 hestafla sláttuvél með 50 lítra graspoka. Öll smávélaolía uppseld á bensínstöðunum þann daginn svo ég tók ekki í gripinn fyrr en í gær. Eftir talsverða líkamsrækt við að toga í spotta fór ég aðeins að skoða leiðbeiningarnar á tækinu, jú maður þarf víst að setja einhverja hosu upp á kertið og viti menn fór í gang við fyrsta tog. Þetta gat líka ekki átt að vera svona erfitt að setja tækið í gang.

Fórum svo á rúntin með nágrönnunum í gær til að skoða liti á húsið. Þetta er svona 3 á móti einum dæmi, þau á endanum vilja bara hvítt en við hin 3 viljum smá gráan lit á húsið. Ætlum að fara e-h milliveg og þau á endanum ætla að verða sér úti um prufur. Þetta leysist vonandi í júlí og þá er hægt að byrja að mála.

 

Hafið það gott á skerinu á næstunni, ég skelli í mig einum köldum fyrir ykkur til að kæla mig niður.

Adios, hasta la vista baby.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband