Ættarmót og veikindi

Jæja, nú ætlar familía pabba að halda ættarmót á Húsafelli um helgina. Helgu langaði frekar í 30 afmæli hjá Fjólu vinkonu sinni og gerði allt til að reyna að sleppa. Hún gerðist því veik og er núna á fúkkalyfum veik heima. FootinMouth Held meira að segja að trickið hennar geri það að verkum að hún verði of veik til að geta mætt í afmælið Frown Nei nei, greyið stúlkan er raunverulega veik. Ég ætla að skella mér annaðkvöld með Skúla bró og family. Búin að leigja mér smáhýsi, nenni ekki að fara að taka með 50 kg. af tjaldi og öðrum útilegubúnaði fyrir eina nótt...

Rosalega verður nú ljúft að skella sér síðan upp í flugvél á fimmtudaginn og kveikja á sumrinu.

Fór á fyrsta húsfundinn minn á ævinni í gærkvöldi þar sem ákveðið var að mála húsið í sumar Frown . Við sem vorum svo ánægð að ná loksins að klára að mála Háabergið síðasta sumar. Við erum í góðri þjálfun við að mála hraunað hús. Þessar örfáu helgar er mann langaði að plana í eitthvað fara þá í að mála ef viðrar vel. En það verður skemmtileg breyting á húsinu við að mála svo maður horfir á björtu hliðarnar. Svo þurfum við líka að mála risa pallinn okkar í sumar.

Góða helgi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband