21.5.2007 | 22:22
Versti bjór í heimi!
Já, það verður bara að segjast eins og er. Við þrír félagarnir vorum allir að kúgast yfir þessum bjór.
Vorum staddir í Kristjaníu í kvöld (ekkert óvart, okkur langaði bara að sjá út á hvað öll þessi læti ganga) og fengum okkur bjór. Ég ætlaði að bjóða upp á round af Carlsberg en hann var búin. Hvað sá ég? Jú, Hamp beer Spurði nú afgreiðsludömuna hvort þessi bjór væri nú nokkuð með eitthvað ólöglegt í sér en því var harðneitað. Keypti round af hálfslítra bjór af krana.
Ískaldur var hann borin á borð í góða veðrinu utandyra í kvöld. Síðan kom bragðið
Þetta var í fyrsta sinn sem ég leyfi ísköldum bjór keyptum á veitingastað, þvílíkur viðbjóður. Það var eins og bætt hafi verið við ammóníaki og sígarettustubbum í bjórinn...
Ég hélt ég væri veraldarvanur varðandi bjór og gæti nú torgað flestum tegundum, þessi tegund gekk algjörlega fram af mér.
Allavega, ekki kaupa hamp beer í Kristjaníu. Kaupið ykkur bara Carlsberg eða Tuborg.
Skál frá Köben!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.