9.5.2007 | 23:01
Kláði...
Helga að reyna að æsa mann upp í að fara á North Sea Jazz festivalið í Rotterdam núna í sumar, www.northseajazz.com. Við fórum þrisvar sinnum á þessa hátíð þegar við bjuggum í Hollandi og skemmtum okkur alveg konunglega. Í ár verða alveg mega atriði, Wynton Marsalis meðal annars.
Ég reyni að vera á bremsunni þar sem við þurfum að borga rúmar tíu millur í síðustu greiðslu af húsinu í júlí. Fáum svo síðustu greiðsluna af Háaberginu ekki fyrr en í október... Verðum því á yfirdráttartímabili og ég get ekki réttlætt að fara í aðra skemmtiferð í sumar (förum til Spánar í tvær vikur núna í júní), sorrý Helga mín Ef ég fer til Rotterdam á vegum fyrirtækisins á þessum tíma þá skellum við okkur saman... Svo væri heldur ekki leiðinlegt að vera í Rotterdam á afmælinu mínu (28 júlí) þá þá er carnivalið í Rotterdam. Næst stærsta carnival í heiminum á eftir Rio, borgin er gjörsamlega að springa af salsa gleði og vanalega er 30°C hiti og sól í þokkabót.
Haldið þið að Eiríkur komist upp úr forkeppninni? Æji, er orðin ónæmur fyrir ofurjákvæðum spám svona rétt fyrir keppni. Við eigum alltaf að vera örugg upp úr forkeppninni en fáum varla atkvæði frá nokkurri þjóð. En það væri nú æðislegt ef hann kæmist áfram og við hefðum eitthvað af viti til að fylgjast með í laugardagskeppninni. Verðum með opið hús svo allir eru velkomnir, byob (Helga notar þetta, þýðir bring your own boose).
Svo eru það kosningarnar. Ég er ekkert að fara að breyta um skoðun svona rétt fyrir kosningar en hef nú gaman að fylgjast með umræðunum. Svona tilfinning að maður vilji að vera viss og þurfi alltaf að sannfæra sjálfan sig um að maður ætli að velja rétt. Fram að þessu hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum með mína menn... Flott þessi smörkípa á Ómar greyið, búið að kæra hann fyrir lagningu ólöglegra flugbrauta á friðlýstum svæðum Svona er týkin hún póli. Hann verður alltaf svo æstur í viðtölum, þyrfti kannski að taka ...og svínið segir hoh hoh hoho hoh... svona inn á milli til að fá smá útrás. Svo er það hann Jón Sig, úff... Kannski fyrir 10-15 árum hefði frasa pólitíkin virkað en nú eru breyttir tímar, held Siv hefði nú fiskað meira en hann.
Vinnan er með vissuferð á föstudaginn og það verður country þema, great! Vitum ekkert hvað á að gera en ég geri allavega ráð fyrir því að það verði veitt vel af áfengi eins og fyrridaginn. Þetta eru því massa kvöld framundan, fim,fös og laugardagskvöld alveg plönuð. Ég sem ætlaði að fara að kaupa bílskúrshurðaopnara og reyna að átta mig á því hvernig ég set hann upp... Mamma og pabbi voru svo æðisleg að gefa okkur svona græju í innflutningsgjöf! Hann rauk því upp í fyrsta sæti á óskalistanum
Jæja, Oprah er að byrja... haha...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.