1 maí

Til hamingju með "frí" daginn!

Voðalega ljúft að fá frí í dag, tók því varla að mæta einn dag til vinnu í gær og svo strax aftur í frí.

Ég var reyndar að vinna á laugardaginn, fór á Akureyri í blíðuna þar sem við héldum bílstjóraráðstefnu. Söfnuðum saman fullt af trukkabílstjórum og áttum góðan dag. Enduðum svo í "vísindaferð" og þá var í raun ekki aftur snúið. Þar sem það var alveg geggjað veður þá var öllum boðið í pallapartý hjá einum starfsmanni. Við að sunnan fórum fyrst í smá grill og borðuðum úti.

Já, sumarið er greinilega komið á Akureyri. Get nú ekki sagt að mig hafi langað út í skrúðgöngu í dag, allt og mikill vindur. Þetta hlýtur að fara að koma hjá okkur fyrir sunnan.

Tökum því bara rólega í dag fram að stórleiknum í meistaradeildinni. Æfði mig á píanóið í fyrsta sinn í langan tíma, var komin tími til að ryfja upp gamla takta.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband