Er Birta kannski bara rolla???

Þetta er nú frétt dagsins, tekin af visi.is... Góða helgi! 
 
Vísir, 27. apr. 2007 10:32

Roksala á hundum í sauðagæru

Allt að tvöþúsund vel snyrt og tilklippt lömb voru seld sem púðluhundar í Japan. Netfyrirtækið "Púðlar sem gæludýr" flutti inn fjölda lamba frá Ástralíu og Nýja-sjálandi og markaðssettir sem lúxusgæludýr. Þetta kemur fram á vefsíðunni metro.co.uk

Ekki komst upp um svindlið fyrr en Maiko Kawakami, japönsk leikkona, sýndi mynd af "hundinum" sínum í spjallþætti og kvartaði undan því að hann gelti ekki og fúlsaði við hundamat.

Hundruðir óviljandi sauðfjáreigenda höfðu í kjölfarið samband við lögregluna og telur lögreglan að allt að tvöþúsund manns hafi verið plötuð. "Því miður höldum við að fleira en eitt fyrirtæki hafi stundað þetta" sagði talsmaður lögreglunnar.

"Hundarnir" voru seldið á um áttatíu þúsund krónur, eða helming þess sem ekta hundur kostar. Púðluhundar eru sjaldgæfir í Japan fáir vita hvernig þeir líta út.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er sjúklega fyndið.....sá sem fann upp á þessu hefur verið mikill húmoristi!!!!!!!!!

Frú Helga (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 13:11

2 Smámynd: Andrés Björnsson

Held ég hafi heyrt hana Birtu vera að jarma áðan... Eða var þetta mjálm? Held við ættum að senda hana í DNA próf : - )

Andrés Björnsson, 27.4.2007 kl. 19:29

3 identicon

ættuð bara að vera fegin að Birta er ekki bara twistur (svona til að þrífa bílinn með). Hef nú tekið eftir því hérna í Rotterdam að það hafa greinilega margir verið plataðir til að kaupa twist. ha ha ha gaman að vitlausa fólkinu!!

Gunndís Ýr Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband