15.4.2007 | 14:45
Het Kanon frá Grolsch
Héldum smá matarboð í gær, pítsuveisla. Notuðum tvo pítsuofna og gerðum þessar líka góðu pítsur.
Átti nokkra ískalda Grolsch Kanon bjóra í ísskápnum er ég, Grétar og tengdapabbi fengum okkur. Djö er þessi bjór góður, ekki skemmir nú heldur fyrir að hann er 11,6 %!
Nú á ég bara einn bjór eftir af six pakknum er ég tók með er ég skaust til Hollands fyrr í mánuðinum. Keypti reyndar í þeirri ferð alveg uppáhaldsbjórinn minn, Palm Special, belgískur alveg framúrskarandi bjór. Því miður eru hvorki Palm né fallbyssubjórinn minn (Kanon) ekki til á Íslandi, verð ég því að burðast með þennan bjór með mér á ferðalögum frá Hollandi.
Potturinn stóð fyrir sínu og hélt il á gestunum alveg þangað til allt í einu fór að renna í hann ískalt vatn sem voru víst skilaboð um að ég og Grétar ættum að koma okkur uppúr...
Þessi helgi er nú alveg örstutt þar sem ég var að vinna allan daginn í gær, héldum bílstjóraráðstefnu fyrir bílstjóra á Reykjavíkur og vestfjarðarsvæðinu. Fer síðan til Akureyrar 5 maí er við höldum seinni ráðstefnuna.
Var líka haglél hjá ykkur áðan? Ætlar veturinn ekkert að gefast upp?
Athugasemdir
Takk kærlega fyrir okkur, frábært boð og frábær bjór :) Potturinn var hrikalega næs þrátt fyrir "kaldar kveðjur".
Grétar (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.