25.3.2007 | 13:25
Fyrsti göngutúrinn - árás á Birtu!
Jæja, í fyrsta sinn í rúma heila viku var hægt að fara úr út húsi sökum veðurs. Einfaldlega verið brjálað veður síðan við fluttum á laugardeginum fyrir rúmri viku síðan. Og ekki var nú veðrið neitt gott núna en slapp, grenjandi rigning. Var nokkuð lóðrétt núna svo það slapp.
Fórum niður að Ástjörn ég og Birta, skemmtileg leið. Hittum nokkra ferfætlinga sem Birtu þykir nú ekki leiðinlegt að lykta af... Þó var einn dalmatíuhundur sem var hrikalega spenntur að hitta birtu, urraði eitthvað og svo þegar eigandinn leyfði hundinum að koma upp að Birtu þá beit hann í hana! Já, þvílíkt illa upp alinn hundur. Greinilega aldrei umgengist aðra hunda. Birta vissi ekki hvað á hana stóð veðrið og setti sig í vígastellingar með tilheyrandi Colgate brosi og urri... Ég fór nú bara með hana í burtu og hún var sátt við það. Eins gott maður skelli ekki myndinni 1001 dalmatíuhundur í nýja flotta Sony Bravia LCD sjónvarpið okkar, Birta fengi martraðir.
Helgin var nú bara róleg hjá okkur, slakað á. Á föstudaginn keyptum við okkur sjónvarp og gláptum svo á það um kvöldið. Laugardagurinn fór í að stilla upp ljósum og rúnt í húsgagnabúðir og IKEA. Erum að leita okkur að borðstofustólum og gardínum.
Fengum svo Erlu Björk og Grétar í heimsókn og spiluðum Trivial um kvöldið, ekki orð um úrslitin!
Jæja, best að fara að slípa aðeins gólfið á þvottahúsinu og klára að mála það.
Athugasemdir
Já, það er eins gott að við förum að bursta tennurnar í henni Birtu, ef þetta er eitthvað sem hún þarf að fara að gera daglega, grei-ið!
Frú Helga (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 22:36
Hola!
Takk fyrir okkur, mjög skemmtilegt að sjá hversu vel gengur að koma ykkur fyrir.
Grétar (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.