19.3.2007 | 12:19
Klikkun!
Jæja þá erum við komin inn í nýja húsið sem er allt ný málað og búin að skila af okkur Háaberginu.
Þetta var nú algjör klikkun að ætla að fá húsið afhent á fimmtudegi, mála það allt og flytja inn um hádegi á laugardegi... En með hjálp frábærrar fjölskyldu og vina þá tókst þetta
Á tímabili voru átta manns að mála nýja húsið. Telst til að við höfum verið 34 hendur að græja þetta (17 manns). Sem dæmi: Þegar 10 manns voru að bera út í bíl á Háaberginu þá voru 6 manns að græja síðustu málningardropana uppi á Þrastarári, rífandi af límbönd og skúrandi gólf.
Takk takk takk.
Guð hvað við er nú svo uppgefin eftir þessa helgi. En nú eru bara skemmtilegir hlutir eftir þ.e. taka upp úr kössum, hengja upp ljós, setja saman borð, taka niður hlið o.s.frv. o.s.frv.
Okkur líður voðalega vel í nýja húsinu og sofum mjög vel.
Þeir sem hafa ekki séð slotið endilega að kíkja í heimsókn sem fyrst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.