Pakka pakka, kaupa kaupa...

Nú gengur allt út að að koma sér út úr gamla húsnæðinu og kaupa það sem okkur vantar í nýja húsið.

Eyddi öllum gærdeginum í að pakka í kassa. Gengur bara vel hjá okkur að pakka, er svolítið einfaldara heldur en að vera að pakka búslóðinni í gám sem siglir yfir versta hafsvæði í heimi. Erum nánast að vera búin að setja allt í kassa sem á að fara í kassa.

Ætluðum svo að vera rosalega dugleg í dag að pakka en ákváðum frekar að misbjóða kreditkortinu mínu. Kíktum í Öndvegi og keyptum borðstofuborð og skenk... Sáum bara það sem við höfum verið að leita að og gátum ekki sleppt þessu. Nú vantar okkur stóla við borðið en getum með glöðu geði sleppt því að drösla dótinu sem við eigum í dag uppeftir. Kíktum svo í IKEA á leiðinni heim og keyptum ljós í eldhúsið og skrifborðsstól. 

Það eru nokkrir hlutir sem okkur vantar og við erum bara í gírnum við að kýla á hlutina.

Vantar eldhúsborð og stóla, borð fyrir framan sjónvarpið og sjónvarpsskáp, borðstofustóla, gardínur og trúlega einhver fleiri ljós. Já og svo náttúrulega bílskúrshurðaopnara... Ég reyni alltaf að færa hann ofar á forgangslistann en á í smá deilu við yfirvaldið um það.

Flutningur verður síðan á laugardaginn kl. 14:00. Öll hjálp verður vel þegin, hint hint... Bjór og pottur í boði fyrir hjálpina!

Ohh, hvað það verður þægilegt að vera búin að þessu öllu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, bílskúrshurðaopnarinn er algjört möst. Takið bara allt í einum pakka, annars dregst þetta og dregst!

Anna Kristjana (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband