Beethoven og Wagner

Já skelltum okkur á Melabandið í kvöld. FL Group bauð okkur og við að sjálfsögðu þáðum með þökkum. Mörgæsirnar spiluðu bara þrælvel nema flauturnar sem notuðu þyndina ekki nægilega vel og lágu í sumum nótunum svo bar á. Lilli "litli" Passsikivi sönkonan frá Finnlandi sló alveg í gegn, með alveg magnaða rödd.

Mæli með því að fólk skrái sig á póstlistann inn á www.sinfonia.is. Það er í gangi svona dæmi "frítt á fyrstu tónleikana". Þeir eru búnir að bjóða okkur áður en þá komumst við ekki og báðum þá um að láta bjóða okkur aftur seinna.

Svo skemmtilega vill til að ég og Helga eigum trúlofunarafmæli í gær og í dag Woundering. Já við tróðum upp hringunum 29 febrúar 2004. Fengum okkur því smá kampavín í hléinu og skáluðum.

Getum nú haldið almennilega upp á afmælið á næsta ári því þá er hlaup ár og við verðum eins árs... Það er eins gott við munum eftir deginum Frown

Helgin mun að mestu fara í að græja árshátíð konunar. Við strákarnir ætlum að reyna að skemmta stúlkunum með mat og drykk. Þær eru svo vanar að stjórna öllu þannig að við höfum gaman af því að "pína" þær svolítið með því að halda dagskránni leyndri. Þær eru að fara á límingunum, greyin.

Minni á leikinn á laugardaginn, Liverpool vs Man Utd.

Góðar stundir.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband