25.2.2007 | 21:57
Rotterdam - Hafnarfjörður...
Fenguð þið ekki póst frá vildarklúbbnum um helgina? Hálfvirði á punktaferðum til Amsterdam...
Ohh, okkur langar svo til Rotterdam í smá nostalgíu frí. En nú erum við búin að kaupa okkur hús svo við ætlum að pína okkur og ekki bóka ferð út. Veitir víst ekki af að spara og kaupa frekar málningu, bílskúrshurðaopnara, sófa, eldhúsborð, sláttuvél o.s.frv. o.s.frv.
Við óskum þeim er panta þetta tilboð á morgun og hinn annars góðrar ferðar. Við verðum bara í pottinum meðan þið verðið erlendis.
Ég ætla nú að reyna að kippa Helgu með þegar ég fer í viðskiptaferð til Rotterdam einhvern tímann í vor í staðinn, reyna að bóka fundi í kringum helgi svo við getum leikið okkur svolítið á gömlum heimaslóðum.
Jóhanna datt verðskuldað út úr X factor á föstudaginn, fannst nú skrítið að Gís skyldi aftur vera í neðstu tveimur. Næst á Inga að detta út, svo Gylfi, svo Alan, svo Gís og að endingu vinnur Hara. Þær eru ekki bestu söngkonurnar en djö. hvað þær eru skemmtilegar.
Annars var gærdagurinn bara nokkuð busy. BootCamp um morguninn, smá vinna um hádegið, tónleikar í eftirmiðdaginn í Keflavík og endað í þrítugsafmæli um kvöldið. Ég er alltaf svo dannaður svo ég var á bíl í gærkvöldi, skemmti mér nú samt alveg ágætlega. Fengum alveg geggjaðan mat og góður félagsskapur.
Fórum í "power walk" með Birtu í dag inn í Reykjavík. Rosalega flott veður er við fórum úr Firðinum en skítkalt og rok í bænum. Fórum samt í langan göngutúr og hlóðum batteríin, voðalega afslappandi.
Ætla ekki að ræða mál málanna þ.e. klámráðstefnu- og nafnlausa bréfs málin. Segi bara að ef þetta eru vandamál íslensku þjóðarinnar í dag þá erum við í mjög góðum málum og þurfum ekki að kvarta undan neinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.