Hundur í óskilum

Skelltum okkur í gærkvöldi á Hund í óskilum á Duomo. Þessir gæjar eru algjörir snillingar.

Duomo er flottur staður til að halda svona tónleika á. Er svið, dansgólf og síðan slatti af borðum. Ábyggilega mjög fínt að fara á ball þarna og dansa. Staðnum er skipt upp í veitingarsal (mjög góður matur þar!) og síðan skemmtistað, kemur vel út.

Ef þið sjáið auglýsta tónleika með Hund í óskilum þá endilega skellið ykkur, þetta er eins og hið besta uppistand.

Bara að minna á, Gettu betur byrjar í kvöld í sjónvarpinu... Svo kíkir maður á gaularana í X factor, skandall að Siggi skildi detta út í síðustu viku. Mér finnst að það vanti nú almennilega talenta í X factorinn, fólk eins og Inga, Jóhanna og Gylfi eiga bara ekki heima í sjónvarpinu. Svo horfir maður á American Idol, váá þvílíkt lið þar á ferð.

Á morgun fer ég í BootCamp próf þar sem námskeiðið er byrjaði í janúar er að klárast núna. Það er mjög gott að sjá hvernig til hefur tekist eftir hvert námskeið, vona að maður hafi nú náð að bæta sig eitthvað. Býst nú reyndar ekki við neinum miklu núna þar sem mataræðið hefur ekkert verið tekið fyrir og einn og einn bjór fengið að renna niður... Byrja síðan strax á næsta námskeiði í næstu viku, ágætt að taka eitt námskeið sem verður þá fram á vorið.

 Annað kvöld skellum við okkur síðan í þrítugsafmæli hjá henni Erlu Björk.

 Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband