12.1.2009 | 16:33
Ahh, doh!
Kíkið á þá sem fengu orðu 1 jan 2007... Þriðji neðsti er vinsamlegast beðin um að skila til baka
http://forseti.is/Forsida/Falkaordan/Falkaordan2007/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2008 | 12:54
Jólin nálgast
Ég er nú komin á þörfina fyrir gott jólafrí. Þetta haust er nú búið að vera "crazy"; skólinn og vinnan alveg á fullu í bland við skemmtilegar kreppufréttir.
Ætlum að skella okkur á hótel um helgina og njóta jólastemmingarinnar í Reykjavík í góðra vina hóp.
Svo ætla ég að taka mér frí frá þorláksmessu fram á nýtt ár.
Klára síðasta verkefnið mitt í skólanum í kvöld, verður mikill léttir. Þá verð ég nánast komin í jólafrí...
Heyrði aðeins viðtalið hjá Sverri Stormsker við Jón Gerald og Jónínu Ben í gær, alveg magnað. Maður veit nú ekki alveg hverjum er trúandi þessa dagana en svei mér þá ég held ég trúi nú all miklu af því sem þau eru að halda fram. Fram til þessa virðast þau vera að segja rétt frá fjárglæframönnunum okkar kláru. Mæli með þessum þáttum hans Sverrir á Útvarpi Sögu, hann er mikill húmoristi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2008 | 18:31
Jólin
Þetta verða nú svolítið öðruvísi jól í ár en mikið rosalega voru þau nú vel tímasett þetta árið, svona þegar kreppurfréttir eru að drepa niður alla stemmingu... Það er alltaf mikil sjarmi við jólin og þó maður sé nú ekkert smábarn lengur þá hlakkar mann alltaf til
Verður fínt að klára önnina í skólanum og skella sér svo á hótel í REY og njóta jólastemmingunnar þann 19-20 des með góðum vinum. Verða ekki allir í bænum þessa helgi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 00:11
Peter Schiff - vá hvað sá maður var púaður niður í gróðærinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2008 | 13:06
Nýkapitalismi - flott grein
Verður ekki þjófélagið betra með því að fólk hugi að rekstri fyrirtækjana (innviðanna) í stað þess að hugsa eingöngu til skamms tíma með von um skjótfengin ofurgróða...
1. janúar 2008 - Um nýkapitalisma |
Stafar ógn af markaðssamfélagi nýkapitalismans? Engin geimvísindi, segir Hannes Smárason um tilurð FL Group. Er samfélagið að þróast frá samfélagslegum forsendum, þar sem markaðshagkerfi er nýtt til hagsbóta á þágu þegnanna, í nýkapitalistískt markaðssamfélag á forsendum fjárfesta og auðmanna-Group? Hugmyndum evrópskra jafnaðarmanna (PES) um samkeppnishæfasta, kröftugasta og vísindalegasta hagkerfi í heimi, sem er fært um að skapa stöðugan hagvöxt, fleiri og betri störf, félagslega velferð og samábyrgð er ógnað. Markaðshagkerfi í þágu fólks stendur halloka gagnvart því markaðssamfélagi auðmagnsins sem ógnar rekstri mikilvægra fyrirtækja, starfsöryggi fólks og framtíðarmöguleikum, bæði hérlendis og erlendis. Þetta kom fram í erindi Poul Nyrup Rasmussen fyrrum forsætisráðherra Dana og núverndi leiðtoga PES, sem fjallaði um efnið á þingi Norræna matvælasambandsins, sem SGS er aðili að. Umræðan á þeim vettvangi er tilefni þessarar nýársgreinar og einnig sá fallvaltleiki græðgisvæðingarinnar sem blasir við á hlutabréfamarkaði.
|
Sjávarútvegurinn Það er ekki ofsögum sagt að gríðarlegt fjármagn hefur horfið úr íslenskum sjávarútvegi á undaförnum árum. Greinin hefur veikst. Nýsköpun er lítil sem engin, vísindaleg nálgun í fiskvinnslu, menntun, markaðs- og þróunarvinna er í skötulíki og framtíðarsýn óljós. Kvótabrask og græðgi hefur verið aðall greinarinnar. Stjórnvöld grípa til niðurskurðar á þorskkvóta til varnar auðlindinni á sama tíma og kvótakóngum er hyglað með afslætti á auðlindagjaldi. Heildarmannafli í sjávarútvegi og fiskvinnslu er nú um 9.300 manns og hefur farið fækkandi hér á landi um 3% á ári. Verður líklega um 8000 næsta ár, en var um 13.000 árið 1997. Hagræðingin og tæknivæðingin skilar sér illa til þeirra sem enn starfa í greininni og ekki blæs byrlega, að mati samtaka fiskvinnslunnar, þegar kjör fiskvinnslufólks eru rædd þessa dagana. Það er þó ekki fiskvinnslan sem ég vil gera að umtalsefni, heldur sá ný-kapitalismi sem blasir við, ef grannt er skoðað. Hann birtist í formi fjárfestingafélaga, t.d. Icelandic- Group og FL-Group og fleiri mætti nefna.FL Group - kennslubókardæmið Í viðtali, við Hannes Smárason, (Mbl. 16. desember s.l.), undir fyrirsögninni Þetta eru engin geimvísindi, fjallar Hannes m.a., aðspurður um tilurð FL Group, - hvort það hafi verið markmið að umbreyta Icelandair í fjárfestingarfélag: Það var tækifærið..., það hafði byggt upp sterka sjóðsstöðu. Þá var eðlilegt að kljúfa rekstur Icelandair frá sem endaði með að skrá FL-Group á markað. Aðferðafræðin er samt ekki einhlít. Um Finnair segir Hannes: Okkur fannst félagið spennandi, ekkert ósvipað félag og Icelandair, fjárhagslega vel stætt, vel rekið og vaxtarmöguleikar inn í Asíu. Eina vandamálið, sem síðan hefur komið í ljós, er hvernig ríkið fer með 50% hlut sinn í félaginu og er ekkert spennt fyrir því að deila sviðsljósinu með öðrum. Ríkið er því ekki eins opið fyrir breytingum og við höfðum vonast til. Það breytir því ekki að félagið er vel rekið.
Finnska ríkið vill m.ö.o. viðhalda Finnair sem öflugu finnsku flugfélagi en ekki brytja það í söluvænar einingar. Fjárhagur þess er sterkur, mannauður þess öflugur, skuldsetning félagsins er lítil, fjárstreymi mikið, samvinna starfsfólks og stjórnenda eins og best er á kosið, menntun og færni mikil og langtímamarkmið og framtíðarsýn vel skilgreind. Finnska ríkisstjórnin og Finnar almennt hafa engan áhuga á að láta fjárfesta eins og þá í FL-Group, hirða út úr félaginu fjármuni með Icelandair- aðferðinni. Vonbrigði Hannesar leyna sér ekki þegar hann er spurður að því hvort ekki hafi verið fyrirséð að finnska ríkið hygðist ekki missa stjórn á Finnair: Ég hreinlega átta mig ekki á því. Það hefur aldrei komið fram nein yfirlýsing um það, og bætir svo við: Það er ekkert eðlilegt að félög hunsi vilja hluthafa. Það er nokkuð sem við höfum þrýst á að breytist í þessu félagi og væntir þess að FL Group geti losað sig út úr Finnair. Þar virðist ekkert að hafa annað en hóflegan arð af hlutabréfum í góðu félagi - eins og var háttur gömlu kapitalistanna. Aðferðafræðin Afleiðingar af aðferð nýju fjárfestingarsjóðanna ný kapitalismans, eru vel þekktar. Þau fyrirtæki, félög sem keypt eru, eru oftast hlutuð í minni seljanlegri einingar. Þau veikjast í rekstri, öfgakenndar arðgreiðslur renna til fjárfesta, eigið fé minnkar stórlega, skuldsetning hins keypta félags eykst og vaxtabyrðin. Háværar kröfur um hagræðingu og uppsagnir, bæði starfsfólks og stjórnenda, eru daglegt brauð, starfsskilyrði þrengjast, litlar sem engar nýjar fjárfestingar koma til og hvorki langtímamarkmið né framtíðarsýn eru sett fram. Hagur fjárfestingarfélagsins sjálfs situr í fyrirrúmi, en hvorki rekstur né framtíðarmöguleikar þess sem fjárfest er í. Tækifærið gengur út á að kaupa, taka út og selja. Viðkomandi félag gengur kaupum og sölum meðan hægt er að mjólka.
Á þetta við um t.d. Icelandair? Svari hver sem vill. Nú um áramótin var flugstjórum og flugmönnum sagt upp hjá þessu fyrrum óskabarni þjóðarinnar og forstjórinn, reynslubolti til 25 ára, látinn hætta fyrir skemmstu. Icelandic Group forstjórinn úr sjávarútvegsbransanum tekur við, sem er auðvita í anda alls annars sem gengið hefur yfir hið góða félag, Icelandair, undanfarin ár.Hvað gerist, hverjar eru afleiðingarnar? Með tilkomu fjárfestingarsjóðanna, þjappast fjármagnið meira saman en áður og verður um leið óþolinmótt. Kröfur um skjótfenginn gróða verða öfgakenndar. Væntingar um 20-25% arð eða jafnvel meira er að verða norm meðal fjárfestingarsjóðanna. Það hefur í för með sér þrýsting á stjórnir fyrirtækja bæði um arðgreiðslur og endurkaup á eigin hlutabréfum, sem fjármagnað er með lánsfé. Afleiðingarnar verða erfiðleikar í rekstri sem mætt er með uppsögnum, skorti á langtímastefnu, skorti á þróun mannauðs og færni o.fl. Örfá dæmi Nestlé, stærsti matvælaframleiðandi í heimi, skar niður þúsundir starfa í Evrópu árið 2005, á sama tíma og ársvelta jókst um 21% og arður til hluthafa um 12,5%. Félagið endurkeypti hlutafé í sjálfu sér fyrir 2,5 milljarða evra.
Á öðrum ársfjórðungi 2005 jókst hagnaður Heineken um 56%. Á sama tíma tilkynnti stjórnin að 1000 störf skyldu burt á næstu 12 mánuðum.
Unilever, næst stærsta matvælafyrirtæki í Evrópu lofaði fjárfestum árið 2006 að skera burt 20.000 störf til að losa um 30 milljarða dollara, svo hægt væri að borga út arð og endurkaupa hlutabréf. Þegar Unilever seldi frystivöruhluta sinn til fjárfestingasjóðsins Premira fyrir 1,7 milljarð evra, rann allt söluverðið beint til fjárfestanna. Findus var keypt frá Nestlé af sænska sjóðnum EQT árið 2000, með alls 3.400 starfsmönnum. Félagið var selt áfram til CapVest árið 2006, secondary buy-out. Verksmiðjurnar voru þá orðnar sex í stað fjórtán áður og rannsóknar- og þróunardeildin hafði verið skorin niður úr 200 starfsmönnum í 40. Þessi dæmi eru aðeins örfá, en sýna um hvað málið snýst í hnotskurn. Hér gilda sömu lögmál og í útlöndum. Nýkapitalisminn riður sér til rúms. Getum við haft áhrif? Gera má ráð fyrir að um 40% af fjárfestingarfjármagni fjárfestingasjóðanna í Evrópu, komi frá lífeyrissjóðum og líftryggingum launafólks. Peningar launþega eru þannig nýttir til að taka fé úr annars vel reknum fyrirtækjum. Störf eru lögð niður, langtímafjárfestingar minnka og samkeppnisstaða viðkomandi fyrirtækja veikist. Viljum við það?, voru lokaorð Poul Nyrups á þingi starfsfólks í norrænum matvælaiðnaði haustið 2007. Þessi spurning á ekki síður við hér á landi, einmitt núna.
|
Sk. Th. http://www.sgs.is/default.asp?sid_id=2011&tre_rod=001|&tId=2&fre_id=66062&meira=1 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 12:57
Sterling - R.I.P.
Uss, meira óréttlætið í gangi. Samkvæmt Pálma voru engar vaxtaberandi skuldir á fyrirtækinu.
Ég er nú svo heppinn að vera í MBA náminu núna, er meðal annars að læra "managerial economics" og "managerial accounting". Gengur út á að greina aðalatriðin og sérstaklega að lesa út úr hlutunum en ekki éta allt upp eftir fægðum pappírum fyrirtækjanna. Það er alveg ótrúlegt hvernig hægt er að "laga til" uppgjör og taka snarvitlausar ákvarðanir sem geta gert stöðuna góða þegar hún er það alls ekki.
Sterling er ótrúlegt dæmi. Pálmi kaupir á 4 milljarða í mars 2005 (menn töldu að fyrirtækið hefði verið einskis virði á þessum tíma). Ekkert gengur og fyrirtækið er að tapa peningum. Jú, þá er nú best að koma sér út úr hlutunum svo Pálmi selur FL Group fyrirtækið 7 mánuðum síðan. En hvað gerist, jú hann náði að selja það á 14,6 milljarða. Sem sagt fyrirtækið margfaldaðist í verði á sama tíma og það var að tapa peningum... jæja, þarna slapp Pámi nú vel úr krísunni.
Jæja FL Group gerði ráð fyrir miklum hagnaði 2006, c.a. 4000 milljónum (ekki veitti nú af þar sem þeir keyptu þetta nú ekki ódýrt). Ah, gekk ekki eftir og Sterling tapaði um 2000 milljónum. 6000 milljóna frávik plús vextirnir af kaupverðinu. Uss eins gott að selja þetta company.
Í lok des 2006 náði svo FL Group að selja bastarðinn aftur til Pálma og nú var verðmiðinn komin upp í 20 milljarða! Pálmi var því tilbúin að kaupa fyrirtækið aftur á fimmföldu verði miðað við upprunalegu kaupin árinu á undan.
Í frétt á mbl er eftirfarandi haft eftir Pálma um kaupin: http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2006/12/27/fl_group_selur_sterling_fyrir_20_milljarda/
"Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Northern Travel Holding, segir að félögin muni starfa í óbreyttri mynd frá því sem verið hefur og engin áform séu uppi um breytingar á starfsmannahaldi. "
Sem sagt látum fyrirtækið bara halda áfram að tapa peningum... Og framhaldið vitum við svo. Ótrúlegt að þetta skildi ekki ganga upp
Förum við ekki að fá fleiri svona "FL Group video"? Mér sýnist vera af nægu að taka þessa dagana, tala nú ekki um ef menn ætla að fara að grúska í "tæknilegum mistökum" bankana sem virðast koma stjórnendum þeirra ansi vel...
Jæja, maður á ekki að vera með svona leiðindi...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 11:22
Pálmi til í að selja hluta af Sterling eða afla nýs hlutafjár
Fer gaurinn ekkert að vera þreyttur á að selja og kaupa þetta blessaða danska flugfélag?
Mæli með E-bay...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)